Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 99
97
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN
Ég minnist líka þegar regnið
buldi á þakinu á sumarnóttum og
hve þægilegt var að liggja og hlusta
á það, og gaman hafði ég af að sjá
þrumuleiftrin og heyra í eldingun-
um. Á húsinu var eldingarvari, sem
unnt var að ná til úr glugganum,
og ég hafði yndi af að klifra upp og
niður þessa sterku stöng.
Lífið, sem ég lifði á þessum árum,
var þrungið gleði og töfrum, sem
ekki hefur fölnað í minningunni. Ég
á auðvelt með að kalla fram í hug-
ann tregablandið rökkrið og hina
dulræðu dýpt skógarins, ilminn frá
jörðunni og blómunum, hinn skæra
lit regnþveginna trjáblaðanna,
snöggar hreyfingar ýmissa villtra
dýra í grasinu, — allt þetta get ég
gert eins lifandi og dýrðlegt í hug-
anum eins og þegar það gerðist á
sínum tíma.“
„ÞAR MISSISSIPPIS MEGINDJÚP
FRAM BRUNAR“
Þegar Sam var ellefu ára, féll
faðir hans frá, og varð þá fjölskyld-
an mjög illa á vegi stödd. Ekki leið
á löngu áður en Sam litla tókst að
komast að sem vikapiltur í prent-
smiðju dagblaðs. Seinna vann hann
hjá Orion bróður sínum, sem hóf
að gefa út dagblað í Hannibal, en
reksturinn gekk bölvanlega, og árið
1853 ákvað Sam að hleypa heima-
draganum. Fyrst fór hann til St.
Louis, síðan til New York og loks til
Fíladelfíu sem prentnemi. Til Mið-
vesturríkjanna kom hann aftur ár-
ið 1855, til Keokuk í Iowa, en þar
rak Orion bróðir hans prentsmiðju.
En að átján mánuðum liðnum var
hann enn á faraldsfæti.
Elzta myndin, sem vitað er um, af
prentnemanum Sam Clemens. „Rit-
stjórinn lét mig hafa eins og venja
var mat og föt en engan pening.“
Hann hafði sem sé lesið greinar-
gerð um rannsóknarferð til efri
hluta Amazons-fljóts í Suður-Ame-
ríku, og veitt sérstaka athygli því,
sem sagt var þar um undursamlega
eiginleika „coca“-jurtarinnar. „Ég
einsetti mér að takast á hendur
ferðalag til Amazons-fljóts, safna
mér „coca“, versla með það og
verða ríkur.“ Spurningunni um,
hvernig hann gæti aflað fjár til far-
arinnar, svöruðu örlaganornirnar ó-
vænt. Nóvemberdag einn, skömmu
fyir 21. afmælisdag hans, þegar
snjór lá yfir öllu, fann hann 50-dala
seðil á götunni. í ævisögu sinni segir
hann þetta hafa verið fyrsta 50-dala
seðilinn, sem hann hafi augum lit-
ið:
„Ég auglýsti fundinn í blöðunum