Úrval - 01.09.1973, Síða 100

Úrval - 01.09.1973, Síða 100
98 ÚRVAL og leið sálarkvalir næstu dagana af ótta við, að eigandinn læsi auglýs- inguna og kæmi til að sækja seðl- inn sinn. Fjórir dagar liðu án þess nokkuð gerðist. En þá þoldi ég ó- vissuna ekki lengur, taldi raunar, að áður en aðrir fjórir dagar væru liðnir mundi eigandinn láta sjá sig. Mér fannst ég verða að bjarga pen- ingunum á þurrt.“ Sam greip því til þess ráðs að fara með peningafund sinn til Cincin- nati, eyða vetrinum þar og auka við fé sitt. í apríl pantaði hann far með gufubátnum „Paul Jones“ til New Orleans. En hann vonaðist til að komast þar á skip, sem færi til Brazilíu, en þegar Paul Jones lagði úr höfn suður á bóginn, tóku draum ar hans um Amazon-fljótið að folna. Smám saman urðu ríkari í huga hans eldri draumar og djúpstæðari. „Þegar ég var strákur,“ skrifar hann, „átti ég og félagar mínir í þorpinu aðeins eitt metnaðarmál eða framalöngun. Það var að verða gufubátsmaður. Allar aðrar langan- ir til þess „að verða eitthvað" voru óljósari. Þegar sirkus kom við í þorpinu, skildi hann eftir hjá okkur strákunum þá brennandi löngun að verða trúðar. Fyrsta negraskemmti- sýningin kveikti í okkur þrá eftir að lifa samskonar lífi og skemmti- kraftarnir þar. Stundum hvarflaði að okkur sú von, að lifðum við guði þóknanlegu lífi, mundi hann leyfa okkur að gerast sjóræningjar. En sá metnaður að verða gufubátsmað- ur var óhagganlegur.“ , Horace Bixby, skipstjóri á „Paul Jones“ stóð við stýrið, þegar hann heyrði hæga, þægilega rödd segja: „Hvað mundirðu segja um að kenna ungum manni á ána?“ Bixby leit um öxl og sá fremur grannvaxinn, gelgjulegan ungan mann, ljósan á hörund og með þykkan kastaníubrúnan hárlubba. „Mér væri ekkert um það gefið“, svaraði skipstjóri. „Á þessum fleyt- um eru viðvaningar aðeins til traf- ala.“ En rétt á eftir bætti hann við: „En þetta væri kannski gerandi fyrir peninga. Fimm hundruð dali og engan kostnað fyrir mig.“ Sam flýtti sér að áætla í hugan- um, hvað hugsanlegt væri að hann gæti fengið mikið fé lánað. „Jseja þá“, svaraði hann síðan. „Ég læt þig fá hundrað dali fyrirfram og restina, þegar ég hef unnið fyrir henni.“ Þeir sættust á þessa skilmála. „Ég hóf að ,,læra“ á Mississippi- fljótið mikla af bjartsýni æsku- mannsins", segir Twain okkur. „Hefði ég í raun vitað, hve mikillar hæfni þetta krafðist, mundi ég ekki hafa haft kjark til að byrja. Ég hélt, að lítill vandi væri að sigla báti eftir svona breiðu fljóti." Á hinum tveggja ára langa náms- tíma sínum fékk hann kunnugleika á fljótinu á 1200 mílna kafla, hvern- ig landsýnin var að degi til, á stjörnubjörtum nóttum, í mistri, tunglskini og þegar birtan var næstum engin. Bixby bátsstjóri sagði við hann: „Á stjörnubjörtum nóttum er nauð- synlegt að þekkja strandlengjuna út í æsar, því dökkir skuggar villa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.