Úrval - 01.09.1973, Page 102
100
irgefa þeim, því þeir vita ekki hvað
þeir segja.“
Eftir dauða Henrys tók Sam á ný
við starfi sínu eða námi á fljóta-
bátum. Þar sem hann var ungur og
lífsglaður í eðli sínu smádvínaði
sorgin. Vorið 1859 fékk hann viður-
kenningarskjal sitt. Loks hafði
hann réttindi sem bátsstjóri á fljóta
bát. Aðeins 23 ára gamall hafði
hann aflað sér atvinnuréttinda, sem
gáfu af sér tekjur, sem voru ámóta
og laun varaforseta Bandaríkjanna.
Næstu tvö árin stundaði hann
bátsstjórn á fljótinu, og varð sér-
lega vinsæll. Þar sem bátastjórarn-
ir komu saman í St. Louis og New
Orleans var hann ævinlega velkom-
inn gestur með sögur sínar.
Eftir því sem Borgarastyrjöldin
nálgaðist færðist meiri alvara yfir
hópinn. Sumir bátsstjóranna hugð-
ust ætla að berjast með þessum að-
ilanum, aðrir með hinum. Þar sem
þeir áttu heima ýmist í Norður- eða
Suðurríkjunum voru viðhorf
þeirra að sama skapi ólík. Sam
kvaðst ekki hafa neinn sérstakan
áhuga á að sitja í glerhúsi bátsstjór-
ans og láta skjóta á sig frá báðum
hliðum. Hann ákvað að fara heim
og íhuga ástandið.
Hann fór frá New Orleans sem
farþegi á skipinu „Uncle Sam“ um
miðjan apríl, eða daginn sem Lin-
coln forseti gaf út fyrstu herkvaðn-
ingarskipun sína. Gamall vinur, Zeb
Leavenworth, var bátsstjóri, og
Sam stóð á verði með honum. Alls
staðar umhverfis þá var rætt um
stríðið og hvarvetna sást viðbúnað-
ur, en þeir létu samt ekki hugfall-
ÚRVAL
ast, þótt þeir slyppu naumlega frá
borginni Memphis.
„Uncle Sam“ skreið upp fljótið í
áttina til St. Louis, og bátsverjar
hrósuðu happi yfir að hafa sloppið
óskaddaðir.
En allt í einu heyrðu þeir skot-
hvell og sáu reykstrók stefna í átt
til sín. Þeir gerðu sér ekki grein
fyrir, að þetta var bending til þeirra
um að nema staðar. Áður en mín-
úta var liðin heyrðist annar hvellur,
og byssukúla sprakk rétt fyrir fram
an lyftingu bátsins með þeim afleið-
ingum, að margar glerrúður brotn-
uðu. Zeb Leavenworth bátsstjóri
hrökklaðist út í horn og gaf frá sér
vein.
„Guð almáttugur!11 hrökk upp úr
honum. „Sam, hvað meina þeir með
þessu?“
Sam Clemens sneri stýrinu til
hinnar áttarinnar. „É!g held þeir
vilji, að við dokum við andartak",
svaraði hann.
SILFURÆÐI
Eftir að hafa heimsótt Hannibal
fór Sam til Keokuk til að hitta Ori-
on bróður sinn. En Orion hafði ein-
mitt um þessar mundir boðist opin-
ber staða í Nevada. En hann skorti
fé til farárinnar. Sam bauðst þá til
að greiða allan kostnað, ef hann
tæki sig með.
Orion hraðaði sér að búa sig að
heiman, og þeir bræður lögðu af
stað. Eftir margs konar erfiðleika
vöknuðu þeir einn morguninn í hér-
aði, þar sem óvinveittir Indíánar
réðu ríkjum.
Sam skrifar svo um þetta: „Um
nóttina hafði Indíáni sent byssu-