Úrval - 01.09.1973, Page 104
102
ÚRVAL
slíkt ábyrgðarstarf, en tilboðið var
freistandi, þar eð hann var í ó-
tryggri stöðu.
LÍFSSTEFNAN MÓTAST
Árið 1862 var Virginia fjörug og
æsileg námuborg, að íbúatölu yfir
15 þúsund. Viðskiptalífið var í líf-
legasta lagi, allir höfðu gnægð fjár
og flestir fúsir til hvers konar lysti-
semda. Gistihús, verslanir, veitinga-
staðir og hvers kyns skemmtistaðir
þurftu eigi að kvarta yfir lélegri
aðsókn. Silfrið dreifðist jafnt og
þétt frá námunum til hinna ýmsu
þjónustufyrirtækja. Hinn ríkjandi
tónn var silfurhljómurinn. í saman-
burði við Virginíu var Carson sveit-
þorpið einbert.
William Wright, aðalfregnritari
blaðsins „Enterprise", sem skrifaði
undir nafninu Dan de Quille, var
maðurinn, sem tryggði Sam stöðu
hjá blaðinu, og með þeim hófst þeg-
ar í stað vinskapur, er entist árum
saman.
Undir stjórn og aðhaldi de Quille
varð Sam fljótlega fjölvís skríbent.
Frumleiki hans og skringileg kímni
kom nú í góðar þarfir. Fljótlega eft-
ir þetta tók hann sér rithöfunda-
nafnið „Mark Twain.“
Og nú hófst hið raunverulega ævi
starf hans, ritstörfin. Hann lagði
leið sína til Kaliforníu og skrifaði
þar árið 1865 söguna um „Stökkv-
andi froskinn", sem hvert dagblað
á fætur öðru gleypti við.
Eftir það var hann sendur til
Hawaii-eyja, og skrif hans þaðan
juku mjög á álit hans. Að lokinni
dvöl sinni þar tók hann sér far með
skipinu „Quaker City“ til Miðjarð-
arhafsins, og þá sérstaklega Gyð-
ingalands.
ÁSTIN KEMUR TIL SÖGUNNAR
Mark Twain varð ástfanginn af
konunni, sem hann átti eftir að gift-
ast, áður en hann leit hana augum.
En þetta gerðist dag einn um borð
í „Quaker City“, þegar Charles
Langdon, ungur farþegi, sýndi hon-
um lítið málverk af systur sinni,
sem Olivia hét. Hún var aðdáanlega
falleg stúlka með viðkvæmnislegan
svip og dökkt hár. Mark fann þegar
í stað, að slíkri gyðju gæti hann
aldrei gleymt.
Þegar hann kom til New York í
desember þetta ár, hitti hann Lang-
don á ný, og þá kynntist hann for-
eldrum hans og systur, sem um
þessar mundir eyddu frídögum sín-
um í borginni.
„Það var fyrir fjörutíu árum. Upp
frá þeim degi hefur systir hans
aldrei horfið úr hug mér né hjarta“,
skrifaði hann.
Ferðalag til Kaliforníu, þar sem
hann hélt fyrirlestra og ritaði megn
ið af „The Innocents Abroad",
gerði honum ókleift að hitta Livy
fyrr en sumarið eftir. En þá vandi
hann komur sínar til heimilis Lang-
dons í Elmira. En þegar augljós var
hugur hans í garð dótturinnar,
urðu þau hjónin tortryggin, og Livy
sjálf var alls ekki undir það búin
að játast honum.
„Þegar við ræddum einslega sam-
an“, skrifaði Mark, „tók ég eftir
sem fyrr, að herra Langdon leit á
mig sem algerlega ókunnugan
mann, sjálfsagt sökum þess, að ég