Úrval - 01.09.1973, Síða 112

Úrval - 01.09.1973, Síða 112
110 ÚRVAL Vorið 1907 tilkynnti háskólinn í Oxford, að hann ætlaði að sæma Mark Twain doktorstign. Undan- farin tvö ár hafði hann látið í veðri vaka, að hann ætlaði ekki að ferð- ast neitt framar. En nú vildi Ox- ford heiðra hann? „Það er hlutur, sem ég vildi hvenær sem er ferð- ast langt til að öðlast", skrifar hann í ævisögu sinni. Síðasta harmsefnið í lífi Twains gerðist á aðfangadag jóla 1909, þeg- ar Jean dóttir hans andaðist, aðeins 29 ára gömul. Seinna skrifaði hann: „Ég missti Susy fyrir þrettán árum. Móðusr hennar, — hennar óviðjafnanlegu móður — missti ég fyrir fimm og hálfu ári. Clara er horfin til Evr- ópu og lifir þar sínu lífi. Og nú hef ég séð á bak Jean. En hve ég er orðinn fátækur, ég sem var einu sinni svo ríkur.“ Fjórum mánuðum síðar voru Clara og maður hennar beðin að koma heim frá Evrópu. Mark Twain átti skammt eftir ólifað. Clara náði að koma til hans hinn 17. apríl 1910. Eftir tvo daga bað hann hana að syngja þrjá skoska söngva, sem hann hafði ætíð haft miklar mætur á. Clara segir svo frá: „Fimmtudagsmorguninn 21. apríl vaknaði hann óvenju hress og skýr í hugsun, en hafði samt ekki löng- un til að ræða við neinn. Ég sat við rúmstokkinn, þegar hann lauk skyndilega upp augunum, tók um hönd mína og horfði óhvikult í augu mér. Svo mælti hann í hálfum hljóðum: „Vertu sæl, elskan mín ... Ef við hittumst...“ Eftir þetta féll hann í svefn. Með- an sólarbirtan fölnaði úti við sjón- deildarhring hvarf hin stóra sál Mark Twains inn í hina þöglu ró og frið, sem hann hafði þráð þessa síðustu daga. Yfir andlitinu lá frið- sælt bros. Og enn einu sinni skein á himninum halastjarna Halleys, eins og hún hafði gert þegar hann kom í heiminn. Enda þótt við hefðum viljað jarð- setja þennan mann, sem við elsk- uðum svo mjög, í kyrrþey, þá gát- um við ekki daufheyrst við rödd þjóðarinnar. En sú beiðni barst hvar vetna frá, að jarðneskar leifar hins ástsæla skálds fengju að koma til New York. Þetta var gert. Mark Twain, sveipaður í hvítt, lá í kistu sinni í „Bresku kirkjunni" og fólk kom þúsundum saman til að sjá hið göfugmannlega andlit hans í síðasta skipti. Andrúmsloftið var þrungið lotningu. Síðan fluttum við hann til Elmira, þar sem hann fær að hvíla við hlið hennar, sem hann elskaði." Eitt breytist ekki: Breytingarnar taka ekki enda. Um hin nýgiftu: Hann stefnir að því að spara peninga, og hún stefnir að því að rugla stefnu hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.