Úrval - 01.09.1973, Side 118

Úrval - 01.09.1973, Side 118
116 ÚRVAL irstjórn starfsliðs síns. Hann rífst aldrei við leikara, þó deilur og á- rekstrar séu algengir í kvikmynda- verum. Eitt sinn lýsti Ingrid Berg- man því yfir, að hún væri óánægð með það sem hún átti að gera, en Hitchcock sneri sér bara við og gekk orðalaust út. Ingrid Bergman sagði um Hitchcock: „Það er galli við hann, að hann vill ekki berjast." Ef aðalleikari eða leikkona kemur með breytingartillögu við atriði sem viðkomandi kemur fram í, seg- ir hann stundum: „Þú heldur bara áfram, gerðu það sem þú vilt, — því, þú skilur, við höfum klipping- arherbergi." Hitchcock byrjaði snemma að þróa með sér þá hæfileika, sem hafa gert hann heimsfrægan. Hann fæddist árið 1899 í nágrenni Lon- don, sonur landbúnaðarvöruheild- sala, sem hafði sérhæft sig í kost- sölu til skipa. í æsku fylgdist hann oft með föður sínum í heimsókn- um hans til skipstjóra um borð í skipum þeirra. Þessar skoðunar- ferðir höfðu mikil áhrif á hann og vöktu áhuga hans á landafræði. Við átta ára aldur byrjaði hann að full- nægja ferðaþrá sinni með því að ferðast einn síns liðs með öllum al- menningsvögnum í London. Einn- ig fékk hann að fara með fljóta- bátunum að mynni Thames við Gravesend. Þá jók hann landa- fræðiþekkingu sína með því að teikna stórt veggkort, og merkja inn á það hnattstöðu næstum því allra skipa sem sigldu undir bresk- um fána um heimshöfin. Seinna varð hann ástundunar- samur leikhúsgestur sem lagði oft leið sína til Old Bailey dómsalar- ins til að fylgjast með réttarhöldum í morðmálum. Hann tók vel eftir öllu sem fram fór og lagði skipu- lega á minnið, eins og hinn ungi Charles Dickens hafði gert tæpri öld áður. 17 ára að aldri innritaðist hann við Lundúnaháskóla til að nema listir. Sem aukafög lagði hann stund á siglingafræði og stjórnmála vísindi. Hann hætti námi áður en hann hafði lokið prófum og fékk vinnu sem skrifstofumaður hjá símafyrirtæki með $3.50 á viku. Á árinu 1920 frétti Hitchcock að bandarískt kvikmyndafélag væri að undirbúa töku myndar 1 London, sem kölluð var „The Great Day“. Áhugi hans var þá vaknaður á kvikmyndum, og hafði hann sótt kvikmyndahús og lesið fagblöð kvikmyndaiðnaðarins. Daginn eftir var hann mættur á dyraþrepi kvik- myndaframleiðandans með uppkast að nokkrum þöglum kvikmyndum undir hendinni. Framleiðandinn réði hann sem hálfs-dags-handrita- höfund. Frami hans var skjótur. 25 ára að aldri var hann orðinn leikstjóri. Hið meistaralega handbragð hans við kvikmyndatökuvélina, stór- kostleg baksvið hans og spennan í myndunum bar hæst á árunum 1935-38, þegar Hitler var að undir- búa áhlaup sitt á heiminn. Hitch- cock var ljóst, að það andrúmsloft ótta sem þá var farið að gæta var góður grundvöllur kvikmynda um alþjóðlegar njósnir og skemmdar- verk. Á því tímabili í sögu Hitch- cock sem hófst með myndinni „The Lady Vanishes" og lýkur með „The
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.