Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
irstjórn starfsliðs síns. Hann rífst
aldrei við leikara, þó deilur og á-
rekstrar séu algengir í kvikmynda-
verum. Eitt sinn lýsti Ingrid Berg-
man því yfir, að hún væri óánægð
með það sem hún átti að gera, en
Hitchcock sneri sér bara við og
gekk orðalaust út. Ingrid Bergman
sagði um Hitchcock: „Það er galli
við hann, að hann vill ekki berjast."
Ef aðalleikari eða leikkona kemur
með breytingartillögu við atriði
sem viðkomandi kemur fram í, seg-
ir hann stundum: „Þú heldur bara
áfram, gerðu það sem þú vilt, —
því, þú skilur, við höfum klipping-
arherbergi."
Hitchcock byrjaði snemma að
þróa með sér þá hæfileika, sem
hafa gert hann heimsfrægan. Hann
fæddist árið 1899 í nágrenni Lon-
don, sonur landbúnaðarvöruheild-
sala, sem hafði sérhæft sig í kost-
sölu til skipa. í æsku fylgdist hann
oft með föður sínum í heimsókn-
um hans til skipstjóra um borð í
skipum þeirra. Þessar skoðunar-
ferðir höfðu mikil áhrif á hann og
vöktu áhuga hans á landafræði. Við
átta ára aldur byrjaði hann að full-
nægja ferðaþrá sinni með því að
ferðast einn síns liðs með öllum al-
menningsvögnum í London. Einn-
ig fékk hann að fara með fljóta-
bátunum að mynni Thames við
Gravesend. Þá jók hann landa-
fræðiþekkingu sína með því að
teikna stórt veggkort, og merkja
inn á það hnattstöðu næstum því
allra skipa sem sigldu undir bresk-
um fána um heimshöfin.
Seinna varð hann ástundunar-
samur leikhúsgestur sem lagði oft
leið sína til Old Bailey dómsalar-
ins til að fylgjast með réttarhöldum
í morðmálum. Hann tók vel eftir
öllu sem fram fór og lagði skipu-
lega á minnið, eins og hinn ungi
Charles Dickens hafði gert tæpri
öld áður. 17 ára að aldri innritaðist
hann við Lundúnaháskóla til að
nema listir. Sem aukafög lagði hann
stund á siglingafræði og stjórnmála
vísindi. Hann hætti námi áður en
hann hafði lokið prófum og fékk
vinnu sem skrifstofumaður hjá
símafyrirtæki með $3.50 á viku.
Á árinu 1920 frétti Hitchcock að
bandarískt kvikmyndafélag væri að
undirbúa töku myndar 1 London,
sem kölluð var „The Great Day“.
Áhugi hans var þá vaknaður á
kvikmyndum, og hafði hann sótt
kvikmyndahús og lesið fagblöð
kvikmyndaiðnaðarins. Daginn eftir
var hann mættur á dyraþrepi kvik-
myndaframleiðandans með uppkast
að nokkrum þöglum kvikmyndum
undir hendinni. Framleiðandinn
réði hann sem hálfs-dags-handrita-
höfund.
Frami hans var skjótur. 25 ára að
aldri var hann orðinn leikstjóri.
Hið meistaralega handbragð hans
við kvikmyndatökuvélina, stór-
kostleg baksvið hans og spennan í
myndunum bar hæst á árunum
1935-38, þegar Hitler var að undir-
búa áhlaup sitt á heiminn. Hitch-
cock var ljóst, að það andrúmsloft
ótta sem þá var farið að gæta var
góður grundvöllur kvikmynda um
alþjóðlegar njósnir og skemmdar-
verk. Á því tímabili í sögu Hitch-
cock sem hófst með myndinni „The
Lady Vanishes" og lýkur með „The