Úrval - 01.09.1973, Síða 121

Úrval - 01.09.1973, Síða 121
MÖNNUÐ GEIMFERÐ TIL MARS? 119 um frá Jörð til Mars og Venusar, sannprófað gerð og smíði geim- skipa til langflugs og fjarskipti um slíkar órafjarlægðir. Mest er þó um vert, að sjálfvirku geimstöðvarnar hafa gefið glögga hugmynd um þau skilyrði, sem á þessum plánetum ríkja. Sjálfstýrð tæki bæði sovézk og bandarísk hafa rannsakað með beinum mælingum loftslagið á Mars, efnagreint lofthjúp hans og Ijós- myndað yfirborðið. Skilyrðin á Mars reyndust heldur óblíð. Andrúmsloftið er einkar þunnt og kalt, súrefni og vatn vant- ar nær alveg. Yfirborð reikisstjörn- unnar er alsett gígum, sem minna á tunglgíga, og þakið rauðbrúnum sandi. Á Marshimnum skín Sólin, sem sýnist smá og vermir lítið. En þetta eru ekki alvarlegar hindr anir fyrir leiðangri. Sérstakir geim- búningar tryggja líf og starfshæfni manna við enn erfiðari aðstæður, svo sem út í opnum geimi eða á tunglinu. Á umliðnum árum hefur mönn- um safnazt mikil reynsla varðandi geimskipaflug, sem gert hefur þeim kleift að skipuleggja lendingu á plánetu, þar sem nær enginn loft- hjúpur er fyrir hendi, þar sem fall- hlífum verður ekki við komið og beita verður þar af leiðandi eld- flaugahemlum. Ljóst er, að þessum aðferðum verður að beita, þegar áhafnarstýrt geimskip ætlar að lenda á Mars. Þau hjálpartæki, sem gera mönn- um kleift að dveljast úti í hinu opna geimrúmi og á yfirborði tunglsins eru: hlífðarbúningur, ým- is verkfæri og samgöngu- og fjar- skiptatæki, Þá hefur tekizt að leysa mikinn vanda, þar sem er heim- koma geimfars, sem nálgast Jörð á öðrum geimhraða. í Marsferðun- um verður hraðinn, er farið nálg- ast aftur Jörð, svipaður og við heimkomu frá tunglinu. En það er eins með geimvísindi og aðrar vísindagreinar, að þegar eitt vandamál hefur verið leyst, spretta samstundis upp mörg ný, engu auðveldari viðfangs. Könnunarferð til Mars yrði til að auðga vísindin að miklum fróð- leik, og kannske til að menn færu að líta veröldina umhverfis öðrum augum. Og svo við gefum nú hug- arfluginu lausan tauminn, þá get- um við spurt: „Hefur Mars alla tíð verið jafn dauð pláneta og hún virðist vera samkvæmt tækjum geimstöðvanna Mars og Mariners? Finnum við þar ekki ný lífsform eða verksummerki þeirra frá fyrri tíð? Ætli það sé langt síðan, að Mars rann þróunarskeið sitt? Eða ólguðu þar höf, runnu þar fossandi ár, voru þar kannske fjöll og dalir vaxin kynjaskógum eða gnæfðu þar hátimbruð hús og turnar fyrir nokkrum tugum eða hundruðum milljóna ára? Hvaða vanda er við að etja í sambandi við Marsför? Flest eru vandamálin tengd því, hve flugið tekur langan tíma. Við höfum sérstakar flugbrautir frá Jörð til Mars og heim aftur. Báðar pláneturnar ganga í kring um sól- ina eftir nær hringlaga brautum, sem segja má að liggi í sama fleti. En umferðartími beggja reikistjarn- anna er ekki hinn sami og ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.