Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 9
SEKTARSAMNINGAR — ÓGNUN . . .
7
ir raunverulegu glæpamenn. nota
handbendi til skítverkanna — og
sömuleiðis þau morðmál, sem koma
fram í sambandi við þessa glæpi.
Það er ekki aðeins að þessi mál
séu vandlega könnuð og byggð upp,
áður en þau eru tekin fyrir sem
dómsmál, heldur er hvert mál í
höndum eins og sama fulltrúa sak-
sóknarans frá upphafi til enda, en
það kemur í veg fyrir, að mönnum
sjáist yfir, og að undirbúningur sé
ekki nægilega góður.
Þarna er reglan engir sektar-
samningar, nema að málið sé að
komast í strand og smáglæpamað-
ur sé fús að vitna gegn bakhjarli
sínum. Engu að síður er Haas
stundum fús að þiggja játningu
sakbornings í einu máli, og knýja
þá ekki fast á um önnur, ef sami
sakborningurinn er mörgum sökum
borinn á sterkum líkum eða sönn-
unum, þar sem dómstólar hafa til-
hneigingu til að dæma sakborn-
inga til að taka samhliða út dóma
í mörgum málum fremur en hvern
á eftir öðrum.
Árangurinn af tilraununum í
Portland hefur verið mjög áhrifa-
ríkur. Fyrstu sex mánuðina, sem
þetta skipulag ríkti, voru sektar-
samningar aðeins gerðir í 2.7%
mála, en dómur kveðinn upp í
90%. Samt hefur málaferlum að-
eins fjölgað um 3%. Hvers vegna
er þetta? Megintilgangur nýju
deildarinnar er að byggja málin
vel upp, þannig að sakborningur-
inn sér sér ekki hag í því að neita
sakargift sem þverast og efna til
langra réttarhalda, jafnvel þótt
hann geti ekki samið með játningu
sinni.
Sektarsamningakerfið þróaðist
yfir langan tíma og það liggur i
augum uppi, að ekki er hægt að
skera það niður á einni nóttu. Það
er þó ekki óafmáanlegur þáttur í
réttarkerfi okkar. Endurbætur á
þessu sviði krefjast þess, að sækj-
endur séu ákveðnir, glöggir og
skilningsríkir; þar að auki verða
öll borgarsamfélög vafalaust að
leggja meira fé til dómstóla sinna
og embætta héraðssaksóknara. En
sektarsamningarnir eru alvarleg
ógnun við réttlætið. Þá verður að
takmarka eftir föngum.
☆
MÁLMRÍKT VATN f LÖGUM.
Ekki langt frá Gorki við Volgu hafa jarðfræðingar fundið öil-
keldur, þar sem vatnið er mjög gott fyrir heilsuna. Það sem er
einkennilegast er að í hinum ýmsu jarðlögum kemur vatn með mis-
munandi málminnihaldi. Vatn frá 215 metra dýpi hefur mjög góð
áhrif á sár, maga, lifrar- og gallsjúkdóma, en vatn á 300 metra
dýpi er vatn, sem er mjög gott að nota í böð fyrir sjúklinga
með tauga,- hjarta- og æðasjúkdóma.
APN.