Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
inn við að lenda í minnihluta, ef
norðurhlutinn sameinast suður-
hluta eyjunnar.
Samband Norður-írlands við
England hefur verið þeim fyrr-
nefndu ábatasamt. Lífskjör á N,-
írlandi hafa verið betri en í Eire.
Þrátt fyrir sprengjutilræðin, hryðju
verkin og skemmdaræðið og allt
tjónið, sem af því hefur hlotist, er
þjóðarframleiðsla per íbúa tvisvar
sinnum meiri í Norður-frlandi
heldur en landbúnaðarríkinu í
suðri. — Hugsanlegt tekjutap af
sambandsslitum við Bretland er
þarna þýðingarmikill þáttur í
vandamálinu. En efst á blaði verða
þó trúarbragðadeilurnar.
írska lýðveldið hrósar sér af því,
að þar séu mótmælendur, sem eru
aðeins 5% íbúanna, látnir njóta
fulls jafnréttis á við kaþólska
meirihlutann. Ákvæði stjórnarskrár
þeirra þykja eiga að tryggja þetta.
Mótmælendur halda því þó fram,
að í framkvæmdinni misfarist
þetta. Þótt stjórnarskráin tryggi
öllum trúfrelsi, segja þeir fleira í
húfi, eins og daglegt brauðstrit og
lífskjör almenn. Og þeim finnst
satt að segja lífskjör almennings í
frska lýðveldinu alls ekki lokkandi.
Þeir geta auk þess tínt ýmislegt
til, sem þeim finnst fráhrindandi
hjá nágranna sínum og frænda.
Þannig leyfir kaþólska ríkið ekki
hjónaskilnaði, sem leyfast hins veg-
ar á Norður-írlandi. Eftirlit með
kvikmyndum er strangara í suðri
en í norðri. Til sumra embætta í
hágu þess opinbera er krafist kunn-
áttu í gallísku o. s. frv.
Vonir manna um friðsamlega
lausn vandamáls þessa blóði litaða
lands nær brustu alveg, þegar Sunn-
ingdale-samkomulagið náði ekki
fram að ganga. — Það var í janúar
1974, að Liam Cosgrave, forsætis-
ráðherra írska lýðveldisins, Brian
Faulkner, leiðtogi Norður-írlands
og Edward Heat, þáverandi for-
sætisráðherra Bretlands, komu sam-
an í Sunningdale á Englandi til að
ganga frá og undirrita sameigin-
lega stefnu varðandi öryggi Norð-
ur-frlands. — Að baki lágu tveggja
ára samningaviðræður, misheppn-
aðar tilraunir og tillögur um lausn
vandans.
Megin inntak Sunningdale-sam-
komulagsins, sem byggðust þá á
því, að norður-írska þingið hafði
verið leyst upp og sent heim í maí
1973, fól í sér, að sett yrði á lagg-
irnar írlandsráð, fjölmenn stofnun,
þar sem ættu sæti fulltrúar íra og
svo kaþólskra og mótmælenda í
Ulster. Þar áttu menn að ráða ráð-
um sínum varðandi öryggi írlands
og móta stefnur stjórna sinna til
þeirra mála, sem ríkin kynnu að
eiga sameiginleg.
Þetta samkomulag þótti mönnum
vera síðasta hálmstráið, sem hinir
vongóðu um endalok átakanna gátu
haldið sér í.
Skoðanakönnun á Norður-írlandi
leiddi í ljós, að aðeins þrír fjórðu
hlutar kaþólskra undu sæmilega
sínum hlut í samkomulaginu. Þeir
ofstækisfyllstu hótuðu að hindra
framkvæmd þess. En verri undir-
tektir fékk það hjá mótmælendum,
þar sem einungis fjórðungur gat
sætt sig við það, en hinir þrír
fjórðu hrundu af stað allsherjar-