Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 65

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 65
MINNING UM VIN 63 stæð, en þannig að allir fundu til skyldleika við hann, á einn veg eða annan. Hann var varfærinn, en gat sýnt fífldjarfa hörku, lítill og púðurvasalegur, en sterkur eins og naut, trygglyndur en fjarska ó- áreiðanlegur, örlátur en gaf lítið og þáði mikið. Hann hugsaði í mystik en hataði og fyrirleit myst- ik. Hann var einstaklingsvera, sem rannsakaði hópverur sér til svöl- unar. Við höfum öll reynt að skilgreina Ed Ricketts, með litlum árangri. Kannski væri betra að festa hvað- eina á blað, sem hvílir á minninu, sögur, tilvitnanir, atvik. Auðvitað ógildir sumt af þessu annað, en þannig var hann sjálfur. Kjarninn er einhvers staðar. Það hlýtur að vera einhver leið að finna hann. Loks er ein gild ástæða til að koma Ed Ricketts á pappír: Hann liggur ekki kyrr. Hann fylgir kunn- ingjunum. Hann er sífellt náiægur, jafnvel þegar við skynjum brott- köllun hans sárast. Kannski get ég kveðið hann nið- ur, ef ég skrifa allt, sem ég man um hann. Það er altént tilraunar- innar virði. En það verður að vera satt, annars hrífur það ekki. Það má ekki verða dýrðaróður um dyggðir hans, því. eins og sagt var um annan mann: Dyggðirnar voru löstur hans. Engin forskrift er hugs- anleg. Einfaldasta og besta leiðin verður aðeins sú, að rifja upp eins mikið og ég get. í£g sat í biðstofu tannlæknisins í New Monterey og vonaði að tann- læknirinn væri dauður. Ég hafði sára tannpínu, en ekki nóga pen- inga til að láta gera sómasamlega við tönnina. Þá opnuðust dyr slát- urhússins og skeggjaður rindill kom fram. Ég skoðaði hann ekki grannt, vegna þess hvað hann hafði í hend- inni. Alblóðugan jaxl með furðu- stóran hluta af kjálkabeininu á- hangandi. Maðurinn bölvaði blíð- lega, meðan hann lokaði á eftir sér. Svo otaði hann að mér gripnum og ságði: „Sérðu þennan andskota!" Ég sá hann. „Þetta er úr mér,“ sagði hann. „Mér sýnist þetta meiri kjálki en tönn,“ sagði ég. „Hann missti víst þolinmæði, tannlæknirinn. Ég er Ed Ricketts." „Ég er John Steinbeck. Finnirðu til?“ „Ekki mikið. Ég hef heyrt þín getið.“ „Ég þín líka. Við skulum koma og fá okkur að drekka." Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá hann. Ég hafði heyrt sagt, að í borginni væri athyglisverður mað- ur, sem ræki rannsóknarvinnustofu, ætti gott tónlistarsafn og hefði á- hugamál langt út yfir sérgrein sína, lindýr. Mig hafði um skeið langað til að kynnast honum. Kynningin varð þegar í stað. Eft- ir fyrstu orðaskiftin þekkti ég hann og næstu átján ár þekkti ég hann nánar en nokkurn annan, eða kannski þekkti ég hann alls ekki. Kannski var því þannig varið með alla hans vini. Hann var öllum svo frábrugðinn en þó öllum svo líkur, að hver og einn fann sjálfan sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.