Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
Vonin er æfing í riddaraskap — hugarástand —
lífsháttur — hjartalag.
Lífsneistinn
- Vonin
CHRISTIAN HERALD OG ARDIS WHITMAN TÓKU SAMAN
*
*
*
*
A
£ llt, sem gert er í heim-
£{4 inum, er gert með von,“
sagði Martin Luther.
* „Vonin er, ef til vill,
*
*****
sú mesta hamingja,
' sem heimurinn lætur í
té,“ sagði Samuel Johnson.
Eitt er víst: hvorki einstaklingar
né þjóðfélög geta verið án henn-
ar. Vonin er tæki, sem heldur
mannkyninu lífseigu og dreymandi,
áhugasömu og uppbyggjandi. Von-
in er ekki andstæða raunveruleik-
ans — hún er andstæða ruddaskap-
ar og örvæntingar. Öll reynum við
að eygja einhverja von, þegar erf-
iðleika ber að höndum.
Þetta er hin eðlilega og heilbrigða
hegðun mannsins. „Gott hjarta er
eins og gott meðal“, stendur í máls-
háttabók einni. Þessi aldna þekk-
ing hefur fengið nýja staðfestingu
á okkar dögum. Það kom til dæmis
í ljós eftir síðari heimsstyrjöldina,
að bandarískir stríðsfangar, sem
voru sannfærðir um, að þeir lifðu
styrjöldina af og vissu, hvernig líf-
ið yrði í framtíðinni, urðu fyrir
minni skaða en þeir, sem héldu,
að þeir sneru aldrei aftur heim.
Taugasérfræðingurinn Flanders
Dunbar skrifaði eitt sinn um tvo
hjartaæðasjúklinga, sem voru álíka
veikir. Annar þeirra sagði: „Það er