Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 135
STERKAR HENDUR
133
höfðu tæmt gildrurnar og beitt þær
upp á nýtt, voru þeir orðnir svang-
ir og reru heim á leið. Jackie reri
líka. Hafflöturinn var ekki lengur
sléttur, það var kominn dagur.
Skarfur kom fljúgandi frá landi,
aðeins tvö fet yfir haffletinum.
Þeir lögðu upp árar til þess að
skoða hann. Á hverjum morgni
flaug þessi skarfur út að Skessun-
um, en kom aftur á kvöldin og
settist að í hreiðri sínu einhvers
staðar uppi á landi. Hann flaug
markvisst, með hálsinn teygðan
fram eins og spjót.
„Af hverju heldurðu, að makríll-
inn komi ekki?“ spurði Jackie.
„Það er eitthvað í sjónum," svar-
aði Cormac.
„Hann ætti að vera kominn,"
sagði Jackie. „Manstu í fyrra, þeg-
ar þeir komu í þúsundatali? Þá
var gaman.“
„Já, hann ætti að vera kominn,
en það er eitthvað að.“
„Tigue Conneeley segir, að
frönsku togararnir hafi veitt alla
smásíldina. Heldurðu að það geti
verið?“
„Þótt hver einasti frakki ætti
einn togara, og þeir væru allir að
veiða hér fyrir utan, gætu þeir ekki
veitt alla smásíldina,11 svaraði Cor-
mac.
„Það hugsa ég ekki heldur," sagði
Jackie fullorðinslega. „Manstu,
þegar síldin kom í fyrra? Strönd-
in var þakin af henni. Þær voru
eins og litlir silfurmolar, sem börð-
ust um.“
Og á eftir síldinni kom makríll-
inn. Hann risti hafflötinn og fór
svo geyst, að sumir þeirra syntu
alla leið upp á land. Hafið var
dularfullt. Það leit út fyrir að vera
alveg tómt, en stundum var það
iðandi af lífi. Nú var það tómt.
Makríll var sjaldséður nú. Það
hafði eitthvað komið fyrir hafið,
þarna úti hjá Skessunum.
HÚS JOYCE STÓÐ á hæðinni
ofan við höfnina, sem var austan-
vert, hlémegin á eyjunni. Höfnin
var ekki annað en tveir hornréttir
veggir úr steini og steinsteypu.
Hafnarmynnið var aðeins átta fet
á breidd, og um fjöru var aðeins
tveggja feta dýpi. Þetta var góð
höfn, en aðeins nothæf á flóði.
Eyjarskeggjar geymdu þarna báta
sína, og það var höfninni að þakka,
að bátarnir voru ekki lengur úr
striga. Áður en höfnin kom, voru
allir bátar úr striga á trégrind, svo
hægt væri að halda á þeim upp á
land. Síðan höfnin kom var það
ekki nauðsynlegt. Samt voru striga-
bátar enn til. Sumum fannst það
svo mikið öryggi að vita bátinn
liggja heima við hús.
ÞAÐ VORU AÐEINS tvö önnur
hús á eynni. Hinum megin bjuggu
þau Michael Reece og kona hans.
Hann var að minnsta kosti áttræð-
ur og mikill sagnaþulur. Konan
hans var ung — aðeins sextug.
Hann kynntist henni, þegar hann
var fjárhirðir í Skotlandi, svo hún
var ekki írsk, heldur skosk. Hún
var kaþólsk og gerði gott brauð.
Norðan á eynni var Conneeley-
fólkið. Pat Conneeley átti sjö börn.
Eilis Conneeley var þriðja í röð-
inni. Andlit hennar var dálítið