Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL,
wells klufu íbúa landsins í tvær
f jandsamlegar fylkingar.
Sá fjandskapur hefur aldrei
nokkru sinni fallið alveg niður, og
þær trúarbragðadeilur og átök, sem
þar eiga sér stað enn í dag, Verða
ávallt raktar allar götur aftur til
þessara daga.
Of margir eiga um of sárt að
binda til þess að þeir geti nokkru
sinni fyrirgefið náunga sínum, og
enda kannski ýmislegt annað betur
gefið en sáttfýsi. Þykjast þeir held-
ur ekki þekkja náungann af öðru
en kúgun, yfirdrottnun, arðránum,
landsstuldi, svikum, hryðjuverkum
og eintómum óþokkaskap. Verður
þar alls ekki greint, hver á við
hvern.
Það sýndist renna nokkrum stoð-
um undir grunsemdir mótmælenda,
þegar Harold Wilson, nýorðinn aft-
ur forsætisráðherra, upplýsti 13.
maí í fyrra, að komist hefði verið
fyrir ráðabrugg írska lýðveldis-
hersins um að breyta Belfast í eins
konar Armageddon, þar sem borg-
arhlutar kaþólskra yrðu lokaðir af,
en öðrum hlutum eytt.
En ofstæki og ofbeldi er ekki
bara að finna hjá þeim kaþólsku.
Meðan IRA þeirra er staðráðið í
því að hrifsa völdin í Ulster af
mótmælendum, er mótmælenda-
meirihlutinn jafn staðráðinn í því
að halda áfram að ráða þar lögum
og lofum. Það sannaðist áþreifan-
lega, þegar verkalýðsfélög þeirra
sameinuðust í einu allsherjarverk-
falli til að spilla fyrirætlunum
stiórnvalda, sem mótmælendum
sýndist stefna til annarrar áttar.
Hvað sem það kostaði, þótt efna-
hagslífi landsins yrði stefnt í kalda.
kol, þá skyldi samt ríghaldið í
„status quo“.
Mótmælendur hafa einnig komið,
sér upp samtökum, sem þeir kalla.
Varnarsamtök Ulster og eiga að:
vera mótvægi við IRA. Þau eru aði
vísu ekki kunn að öðrum eins
sprengjufaraldri eða hryðjuverkum
og IRA. — En þegar kaþólskir
hryðjuverkamenn aka í bifreiðum
um hverfi mótmælenda og skjóta
á allt kvikt í blindni, eru ekki mik-
ið færri ökuferðirnar, sem mótmæl-
endur hafa farið í ámóta skyni.
Þrátt fyrir það, sem hér hefur að
ofan verið tínt saman til glöggv-
unar á því, sem á sér stað á ír-
landi, þá er hætt við, að menn fái
eftir sem áður illa skilið hvernig
tvær fylkingar kristinna manna í
einu samfélagi geti hegðað sér
þannig.
Hví geta þeir komið svo ókristi-
lega fram hvorir við aðra á tím-
um, þar sem mannkynið á að heita
upplýst og siðmenningin að hafa
skotið rótum? Hví geta írar ekki
lifað í samlyndi við íra í þessu
landi, sem gæti verið svo miklu
frjósamara og gefið ábúendum sín-
um miklu meiri arð eða veitt þeim
haesæld í stað fátæktar?
Hverjar vonir eru til þess að
nokkurn tíma fáist friðsamleg lausn
á þessu vandamáli?
Óttinn er undirrótin. Ótti ka-
þólskra við, að þeir nái aldrei jöfn-
um rétti við mótmælendur, meðan
hinir eru í meirihlutaaðstöðu. Ótti
mótmælenda við, að aðrir muni
breyta gagnvart þeim, eins og þeir
hafa breytt gagnvart öðrum. Ótt-