Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 82

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 82
80 þvo upp og svoleiðis. nE þetta þriðja atriði má aldrei trufla tvö hin fyrri.“ Fatasmekkur hans var athyglis- verður. Hann gekk ævinlega í dýr- um og vönduðum mokkasínum. Hann lagði mikið upp úr þykkum, mjúkum ullarhosum og var ævin- lega í skyrtu úr ullargrodda, sem enginn annar hefði haldist við í af kláða. En þar með er upptalið, þar sem máli skipti af fötum. Fötin hans voru snjáð og lúin, einkum um olnboga og hné. Hann átti eitt bindi hangandi inn í skáp, gult og upplitað, en aldrei sást hann bera það. Hvar sem hann fór, var hann eins klæddur, en alltaf var hann ótrúlega snyrtilegur. Hinn innri friður hans og jafnvægi gerðu það að verkum, að hann virtist aldrei ótætislega til fara. Einu skiptin, sem hann hafði höfuðfat, voru þeg- ar einhverjar líkur voru til að koll- urinn vöknaði, og þá var höfuðfat- ið oftast olíusjóhattur. En hvernig, sem hann bjó sig, hafði hann alltaf hangandi í keðju við brjóstvasann Bausch & Lomb stækkunargler, sem stækkaði tuttugu sinnum. Það var eins og hluti af honum — að- ferð hans til að sjá. Og alltaf verður þverstæðan ríkj- andi, þegar Eds er minnst: Hann unni fögrum hlutum en skeytti ekki um þá. Hann naut þess að fara í bað, en þegar hitadunkurinn í vinnustofunni bilaði, leið ár áður en hann mannaði sig upp í að láta gera við hann. Lekann á klósett- kassanum lagaði ég loksins með tyggigúmmíi, sem ég ímynda mér að sé þar ennþá. í brotinn glugga ÚRVAL var troðið dagblöðum og síðan ekki hugsað meira um það. Hann vildi láta fara vel um sig, en stólarnir í vinnustofunni voru harðir og óþægilegir. Rúmið hans var rauðaviðarkassi með sveru tói negldu á brúnina allan hringinn. Dýnan í því var þunn og óþægi- leg. Rúmið var ekki einu sinni nógu breitt fyrir tvo. Vinkonur hans kvörtuðu sáran undan rúminu, sem var ekki bara þröngt og óþægilegt, heldur vældi í því við hverja minnstu hreyfingu. Ég notaði vinnustofuna og Ed í bók, sem ég kallaði Cannery Row. Áður en bókin fór í prent, fór ég með handritið til hans til að vita, hvort hann tæki því illa, og bauðst til að gera þær breytingar, sem hann vildi. Hann las handritið vand- lega, brosti, og þegar hann hafði lokið því, sagði hann: „Láttu hana fara svona. Hú ner skrifuð í hlý- hug. Það, sem er gert í hlýhug, getur ekki verið slæmt.“ En hún reyndist slæm á þann veg, sem hvorugur okkar gat séð fyrir um. Þegar bókin kom út, fóru ferðamenn að koma til vinnustof- unnar, fyrst fáeinir, síðan í flokk- um. Fólk nam staðar og starði á Ed með þessu glerkennda augna- ráði, sem notað er á filmstjörnur. Hundruð manna komu inn, spurði spurninga og litaðist um. Þetta var Ed til mikilla óþæginda. En að sumu leyti líkaði honum vel. Því, eins og hann sagði: „Sumir gest- anna voru kvenmenn og sumt kven- fólkið var fallegt." Samt varð hann feginn, þegar þessi faraldur logn- aðist út af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.