Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 82
80
þvo upp og svoleiðis. nE þetta þriðja
atriði má aldrei trufla tvö hin
fyrri.“
Fatasmekkur hans var athyglis-
verður. Hann gekk ævinlega í dýr-
um og vönduðum mokkasínum.
Hann lagði mikið upp úr þykkum,
mjúkum ullarhosum og var ævin-
lega í skyrtu úr ullargrodda, sem
enginn annar hefði haldist við í af
kláða. En þar með er upptalið, þar
sem máli skipti af fötum. Fötin
hans voru snjáð og lúin, einkum
um olnboga og hné. Hann átti eitt
bindi hangandi inn í skáp, gult og
upplitað, en aldrei sást hann bera
það. Hvar sem hann fór, var hann
eins klæddur, en alltaf var hann
ótrúlega snyrtilegur. Hinn innri
friður hans og jafnvægi gerðu það
að verkum, að hann virtist aldrei
ótætislega til fara. Einu skiptin,
sem hann hafði höfuðfat, voru þeg-
ar einhverjar líkur voru til að koll-
urinn vöknaði, og þá var höfuðfat-
ið oftast olíusjóhattur. En hvernig,
sem hann bjó sig, hafði hann alltaf
hangandi í keðju við brjóstvasann
Bausch & Lomb stækkunargler,
sem stækkaði tuttugu sinnum. Það
var eins og hluti af honum — að-
ferð hans til að sjá.
Og alltaf verður þverstæðan ríkj-
andi, þegar Eds er minnst: Hann
unni fögrum hlutum en skeytti
ekki um þá. Hann naut þess að fara
í bað, en þegar hitadunkurinn í
vinnustofunni bilaði, leið ár áður
en hann mannaði sig upp í að láta
gera við hann. Lekann á klósett-
kassanum lagaði ég loksins með
tyggigúmmíi, sem ég ímynda mér
að sé þar ennþá. í brotinn glugga
ÚRVAL
var troðið dagblöðum og síðan ekki
hugsað meira um það.
Hann vildi láta fara vel um sig,
en stólarnir í vinnustofunni voru
harðir og óþægilegir. Rúmið hans
var rauðaviðarkassi með sveru tói
negldu á brúnina allan hringinn.
Dýnan í því var þunn og óþægi-
leg. Rúmið var ekki einu sinni nógu
breitt fyrir tvo. Vinkonur hans
kvörtuðu sáran undan rúminu, sem
var ekki bara þröngt og óþægilegt,
heldur vældi í því við hverja
minnstu hreyfingu.
Ég notaði vinnustofuna og Ed í
bók, sem ég kallaði Cannery Row.
Áður en bókin fór í prent, fór ég
með handritið til hans til að vita,
hvort hann tæki því illa, og bauðst
til að gera þær breytingar, sem
hann vildi. Hann las handritið vand-
lega, brosti, og þegar hann hafði
lokið því, sagði hann: „Láttu hana
fara svona. Hú ner skrifuð í hlý-
hug. Það, sem er gert í hlýhug,
getur ekki verið slæmt.“
En hún reyndist slæm á þann
veg, sem hvorugur okkar gat séð
fyrir um. Þegar bókin kom út, fóru
ferðamenn að koma til vinnustof-
unnar, fyrst fáeinir, síðan í flokk-
um. Fólk nam staðar og starði á
Ed með þessu glerkennda augna-
ráði, sem notað er á filmstjörnur.
Hundruð manna komu inn, spurði
spurninga og litaðist um. Þetta var
Ed til mikilla óþæginda. En að
sumu leyti líkaði honum vel. Því,
eins og hann sagði: „Sumir gest-
anna voru kvenmenn og sumt kven-
fólkið var fallegt." Samt varð hann
feginn, þegar þessi faraldur logn-
aðist út af.