Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 22
20
ÚRVAI
Donald, að hann vantaði sjálfboða-
liða til að hjálpa fólki. Hann ætl-
aði ekki að biðja um framlög né
undirskriftir, heldur aðeins starf.
Hann flutti mál sitt af slíkum
eldmóði, að jafnvel þeir, sem að-
eins hringdu af einskærri forvitni,
hrifust með og vildu taka þátt í
starfinu.
Hann ritaði svo hjá sér nöfn ný-
liðanna og símanúmer og sömuleið-
is, hvað þeir óskuðu helst að gera.
Þegar læknarnir komust að því,
hvað McDonald aðhafðist, létu þeir
loka símanum, þar eð þeir óttuð-
ust, að hann mundi ofreyna sig.
Eftir að hann kom heim, hélt hann
uppteknum hætti, og hringingarnar
dundu yfir hann, ekki aðeins frá
sjálfboðaliðum, heldur einnig og
ekki síður frá þurfandi fólki víðs
vegar að.
Fyrsta fyrirspurnin kom frá blá-
snauðri sex barna móður. Einhver
hafði boðist til að gefa henni kæli-
skáp, ef hún gæti náð í hann og
komið honum fyrir. McDonald fór
yfir listann sinn, fann þar nafn
flutningamanns og hringdi til hans.
Að verki loknu þennan dag tók
hann að sér að flytja kæliskápinn,
kom honum í lag, setti hann upp
fyrir konuna og þáði að launum
bjart bros.
Rúmlega sjötug kona, sem farin
var að sjá illa, hringdi og sagði, að
nú ætti bókstaflega að loka íbúð-
inni hennar og flytja hana nauð-
uga brott, þar eð íbúðin væri
heilsuspillandi af sóðaskap og nið-
urníðslu.
McDonald kvaddi nú til fjölda
sjálfboðaliða: viðgerðamenn, hrein-
gerningamenn, rafvirkja, trésmiði
og skáta. Innan stundar var íbúðin
komin í lag, og hætt við brottflutn-
ing. Þessi viðgerð og hreingerning
gerðist bókstaflega á einum degi.
„Þurfandi fólk er oft fullt
beiskju,“ segir McDonald, „þar eð
það verður að þola alls konar auð-
mýkingar og fyrirskipanir, sem því
er þvert um geð.“
Allt, sem þurfti, var að hringja.
Frá byrjun var allt með hraða á
þessari hjálparstöð. Einu sinni
hringdi ung húsfreyja og sagði æf,
að heitavatnskraninn hefði bilað
og vatnið flæddi um íbúðina. Mc-
Donald náði í viðgerðarmann, sem
var raunar lasinn en fór samstund-
is upp úr rúminu og kom á auga-
bragði öllu í lag.
Einu sinni hrakti húsbruni fjöl-
skyldu út á götuna. McDonald bað
sjálfboðaliða að bjóða henni hús-
næði. Fólkið varð auðvitað alveg
undrandi en þáði samt boðið.
Vinsældir þessa fyrirtækis Mc-
Donalds urðu svo miklar, að bráð-
lega skiptu nöfnin á hjálparlistum
hans hundruðum. En þá birtist
einnig óvelkominn gestur, fulltrúi
frá tryggingarstofnuninni, sem full-
yrti, að McDonald hlyti alveg eins
að geta unnið eins og haft umsjón
með svo víðtækri hjálparstarfsemi.
Nú átti hann ekki að fá meiri
greiðslur. Hann kvaðst ekki geta
hætt við þetta fyrirtæki, sem hefði
blómgast svo blessunarlega. Auk
þess væri ekki víst, hve hjartað
entist lengi.
Vissulega fór hjartastyrk hans
ekki fram. í ágústmánuði 1971, um