Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 140
138
ÚRVAL
og neðst á henni stóð: „Minjagrip-
ur frá New York City.
„Hérna kemur meistarinn,“ sagði
frú Conneeley, og Pat Conneeley
kom inn ásamt Tigue og Eilis og
fleiri börnum, sem öll voru Connee-
ley. Hann var smávaxinn, og bar
með sér kaðalhönk og ár. Hann
setti kaðalinn upp á uglu úti í
horni og stakk árinni upp á raft-
ana í eldhúsloftinu. Svo sneri hann
sér að Jackie.
„Ég sá, að þú vitjaðir um með
föður þínum í morgun,“ sagði hann.
„Fenguð þið eitthvað?"
,,Nei,“ svaraði Jackie. „Það voru
bara fimm makrílar í netinu og
ein skata. Og í gildrunum var einn
humar og einn krabbi."
„Var það stór humar?“ spurði
Eilis og brosti til hans. Jackie sá,
að hún var í stríðnisskapi núna.
Hann langaði til að segja, að það
hefði verið fjögurra punda humar,
en hætti við það og sagði sem var,
að hann hefði verið lítill, varla náð
pundi.
„Sástu fuglana?" spurði Pat.
„Ég sá gamla skarfinn fljúga út
að Skessum."
„Hann gerir það á hverjum
morgni,“ svaraði Pat. „Þú hefur þá
ekki séð smáfuglana?“
„Nei,“ sagði Jackie.
„Ég sá þá,“ sagði Tigue. „Þeir
voru pínulitlir, ekki stærri en spör-
fuglarnir. Þeir þutu yfir sjóinn og
ráku í hann fæturna, eins og þeir
væru að dansa á honum. Það var
ógurlega gaman að sjá þá.“
Pat Conneeley sneri sér að konu
sinni. „Það var skrýtið að sjá þá,“
sagði hann. „Þeir voru rétt í sjó-
skorpunni, ráku lappirnar ofurlít-
ið ofan í, kipptu sér svo upp, en
gerðu það sama rétt aftur.“
„Voru þeir ekki bara að veiða?“
spurði frú Conneeley.
„Nei.“
„Voru þetta makrílafuglar?"
spurði Jackie. Hann vildi láta Eilis
heyra, að hann vissi svolítið líka.
„Nei,“ svaraði Pat. „Makríla-
fuglar eru svartir og hvítir, eins
og skjórinn. Þessir voru dökk mó-
rauðir. Ég veit ekki hvaða fuglar
þetta voru. Ég hef aldrei séð þá
áður.“
„Hvaðan komu þeir?“ spurði
Jackie. „Komu 'þeir frá meginland-
inu?“
„Nei, þeir komu utan af hafi,
handan frá Skessunum. Það var
heill hópur, líklega einir fimmtíu.
Og þeir tístu svo undarlega, líkt
og engisprettur."
„Fyrir hverju heldurðu, að þetta
sé?“ spurði Eilis.
„Ég veit það ekki,“ svaraði Pat.
„Ég hef aldrei séð þá áður. og ég
býst ekki við að neinn á eynni hafi
séð þá áður, nema kannski Reece.“
„Fékkst þú eitthvað í morgun?“
spurði Jackie.
„Nei, makríllinn gengur seint.
Hann ætti að hafa verið tvær vik-
ur núna. Ég var að tala við hann
frá Carna, og þeir hafa ekkert
fengið þar, og maður sem ég hitti
frá Achill sagði mér, að þeir hefðu
ekkert fengið þar heldur Makríll-
inn bíður einhvers staðar í undir-
djúpunum. Hann veit, að við ætl-
um að góma hann,“ sagði Pat og
hló við.
„Mér þætti gaman að vita, af