Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
springur þar út í líf og ljós, — líka
og skuggi ei finnst . . .“
Einn vottur um að listrænn áhugi
entist henni ævilangt, er lítið kvæði
sem fannst á borði hennar, andaðr-
ar, og telja má víst, að sé það síð-
astá sem hún orti; rúmsins vegna
set ég hér aðeins tvö síðustu er-
indin úr þessum „svanasöng“ þeirr-
ar andríku skáld-sálar:
Litla jurt, á lautar barmi,
létti mínum þunga harmi
er mér skópu örlög þung.
Það var eins og örsmá hendi
er mér boð frá lífi sendi,
leitaði upp í ljósið, ung.
Alltaf lifnar allt á vorin
— ekki er taugin sundur skorin,
sem að tengir líf við líf;
þó að blási biturt móti
birtist þér á köldu grjóti,
undur lífsins: Hjálp og hlíf.
Árangurslaust hef ég lengi beðið
þess, að einhver mér færari yrði
til þess að minnast þessarar prýði-
legu konu, betur en mér tekst að
gera; herði ég mig því loks upp,
til að sýna lit á því, — í von um að
fátækleg orð mín kunni samt að
verða betri en algjör þögn. Bless-
uð sé minning hennar, sem öllum
kunningjum og vinum er dýrmæt;
huggum okkur við hið fornkveðna,
að „þeir sem guðirnir elska, deyja
ungir“, — og „líf er, að loknu
þessu“.
í Guðs friði!
Sandvík, 6. júlí 1974.
Þegar snjórinn var mestur síðasta vetur, ákvað 13 ára sonur
minn að vinna sér inn nokkra vasapeninga með því að moka
snjó frá dyrum nágrannanna. His vegar lá stór skafl yfir okkar
eigin gangstíg, og þess vegna leyfði ég mér að stinga upp á því,
að hann hreinsaði það, áður en han'n færi afbæis.
„Hvað fæ ég fyrir það?“ spurði hann.
„Heyrðu mig nú, drengur minn,“ sagði ég. „Þetta er heimili
þitt. Ég læt þig sjálfan um það að gera það upp við samvisku
þína, hvað þú getur hugsað þér að taka fyrir það — og hvort þú
yfirleitt getur hug'sað þér að taka eitthvað fyrir það. Hlustaðu á
þína eigin samvisku."
Tveimur tímum seinna kom hann aftur inn.
„Þá er ég búinn, pabbi,“ sagði hann. „Og ég hef tekið ákvörð-
un. Ég ætla ekki að krefjast eyris fyrir moksturinn — og nú
getur þú hlustað á þína samvisku."
M.B.