Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
og með lotningu virðum við sigra
hennar íyrir okkur,“ segir móð-
ir hennar, Dorothy. „Við biðjum
Guð að gera okkur hennar verða.“
„Við vonumst eftir að geta hald-
ið öllu við, sem hún kann — og
leyfa henni að gera allt, sem hún
getur.“
Heima hefur Karen vissar skyld-
ur, býr um rúmin og brýtur saman
þvott. Sú staðreynd, að hún er
svört en frú Dorothy hvít, hefur
aldrei komið til álita. Hún virðist
enn alveg „litblind" og ætla að
verða það áfram í þessu tilliti.
Bekkjarbróðir hennar, Steve,
sem heimtar að vera „kærastinn“,
spurði hana um daginn, hvort
mamma hennar væri hvít.
„Hún hefur engan lit,“ sagði Kar-
en. „Hún er mamma mín.“
„Það er erfitt verkefni að búa
Karen undir ævi sem fatlaðrar
blökkustúlku," segir frú De Bolt.
„Við sögðum Karenu, áður en hún
byrjaði í skólanum, að það væri
til fólk, sem gerði mun á öðrum
eftir lit þeirra og liti niður á blökku
fólk. En við sögðum henni um leið,
að við vorkenndum þeim, sem
svona hugsuðu, af því að það fólk
hefði ekki lært að elska.“
í fyrra, þegar Karen og Sunee
var sagt, að þær ættu að eignast
nýja systur, kóreanskt barn, sem
hefði fæðst nærri blind, og síðan
lent í brunaslysi, og svo verið yf-
irgefin af foreldrum, sem ekki
treystu sér til að annast það, sagði
Karen, að hún gæti fengið lánaðar
hækjurnar sínar.
„Það er gott, elskan mín,“ sagði
móðir hennar. „En, hún hefur nú
íótleggi.“ ,Eru þeir í lagi?“ spurði
Sunee. „Já, þeir eru í lagi. En það
eru augun, sem ekki eru góð.“
Karen íhugaði þetta andartak, og
sagði svo með sólskinsbrosi. „Það
ætti nú að vera í lagi, mamma, ég
get lánað henni mín.“
De Bolts hjónin leiða varla hug-
ann að því, að þau hafa ekkert
lært til að framkvæma sitt sér-
stæða hlutverk. Þau ættleiða börn
blátt áfram af því að þau njóta
þess, og þá sérstaklega að hjálpa
börnum, sem enginn vill né treyst-
ir sér til að annast.
Dorothy De Bolts lýsir þessu
þannig:
„Við finnum stöðugt ánægju í
þessu öllu saman. Að sjá börn, sem
hafa misst allt, eignast það aftur
fyrir ástúð — —“ og orð hennar
drukkna í glaumi glaðra radda,
hlátra og skvaldurs, sem enduróm-
ar um allt húsið.
De Bolts hjónin eru svo hrifin
af starfi sínu fyrir fötluð og mun-
aðarlaus börn, að nú hafa þau
stofnað sjóð, sem heitir „Hjálpar-
sjóður til styrktar þeim, sem ætt-
leiða börn“.
Hann er ætlaður til að styrkja
með fjárframlögum hjón, sem
vinna svipað hlutverk og þau sjálf
hafa fórnað sér fyrir. Fólk, sem
tekur að sér líkamlega eða and-
lega fötluð börn, sem eru meira
en níu ára gömul.
Þar eð flest bandarísk fylki veita
nú orðið ókeypis læknishjálp fyrir
ættleidd börn, sem eru fötluð, er
tiltölulega ekkert dýrara að ala
upp fatlað barn en heilbrigt.
Eini munurinn, sem er á slíkum