Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 31
29
Við kærleiksríka umhyggju fjölskyldu sinnar
hefur þessu fjölfatlaða barni telcist að gera flest,
sem hugurinn girnist.
Sigurför
Karenar litlu
LYNN THOMAS
abbi, viltu standa efst í
*
/i\
vv \T/\T/ \í/ \Tv
/I\ /I\ /K/K/t>
ý, stiganum? Eg ætla að
vfi' Sera dálítið," sagði
•'fí- Karen De Bolt við föð-
■'K’ ur sinn, þegar hann
kom heim frá
sinni.
„Sjálfsagt, yndið mitt,“ svaraði
hann. Karen, sem er sex ára og
fædd fótalaus og handleggjalaus,
hafði verið búin undir það, sem nú
gerðist, frá tveggja ára aldri. Hún
studdist við plastlimina sína og
uppáhaldshækjurnar, rauðu, hvítu
og bláu, og fetaði upp þessi 20 þrep
í hringstiga hússins, kippti sér og
svipti af ótrúlegum viljastyrk frá
einu stigahafti til annars. Þegar
hún istóð sigri hrósandi í efsta
þrepinu, vafði Bob De Bolt þenn-
an litla líkama að sér, en konan
hans, Dorothy, og systkinin öll
skellihlógu, grétu og klöppuðu
henni á bakið og föðmuðu hvert
annað.
Þetta kvöld settust De Bolts
hjónin og sjö af börnum þeirra
fimmtán — níu eru kjörbörn — að
borðum í stofunni sinni í Pied-
mont í Kaliforníu og þökkuðu guði,