Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 76
74
höfðu vínanda. Einu sinni minntist
hann þess, að þá voru komin tólf
ár, síðan hann smakkaði síðast
vatn án þess að bæta í það ein-
hverju fjörefni.
Einu sinni, þegar skemmda tönn
og erfitt ástalíf bar upp á sama
tíma, fékk hann ónot í magann,
sem talin voru stafa af magabólgu.
Læknirinn setti hann á mjólkur-
kúr og bannaði honum að snerta
áfengi. Deyfð og drungi féll yfir
vinnustofuna. Þetta var skelfilegur
tími. í nokkra daga var Ed með
taugaáfall af viðbjóði. Svo magn-
aðist honum reiði yfir þeirri grimmd
örlaganna að gera honum þetta.
Hann vantreysti vatni og þótti það
ekki gott, en hann ól með sér virkt
og ákaft hatur á mjólk.
í nokkra daga píndi hann ofan í
sig dálítinn mjólkurdreitil, kvart-
andi hástöfum, en svo fór hann
aftur að hitta lækninn. Hann skýrði
fyrir honum viðurstyggð sína á
mjólk. Hann kvaðst hræddur um,
að læknisaðferðin væri verri en
sjúkdómurinn og spurði hvort hann
mætti ekki bæta nokkrum dropum
af gömlu rommi í mjólkina, aðeins
til að bragðbæta hana. Kannski
vissi læknirinn, að orrustan var
töpuð. Hann féllst á nokkra dropa
af rommi.
Við fylgdumst með lyfjameð-
ferðinni með miklum spenningi,
hvernig hlutföllin breyttust dag frá
degi, þar til í mánaðarlokin að Ed
var farinn að bæta nokkrum drop-
um af mjólk út í rommið. En hon-
um batnaði í maganum. Honum
þótti mjólkin aldrei skána, en eftir
þetta ræddi hann alltaf um hana
ÚRVAL
með aðdáun, sem sérdeilis gott lyf
við magabólgum.
í vinnustofunni voru haldnar
miklar veislur, og stóðu sumar
dögum saman. Svo gat borið við í
fátækt okkar, að við þyrftum á
veislu að halda. Þá söfnuðum við
saman öllu lausafé. Það þurfti ekki
ýkja mikið. í Monterey fékkst vín
fyrir 39 sent gallónið. Það var ekki
sérlega bragðljúft vín og stundum
fundust furðulegir hlutir í botn-
grugginu, en það dugði. Það jók
veislugleðina og drap aldrei neinn.
Ef fjögur pör komu saman og hvert
með eitt gallón, gat tognað úr veisl-
unni og undir lokin var Ed farinn
að brosa og dansa á tánum.
Seinna, þegar við vorum ekki
eins fátækir, drukkum við bjór,
eða eins og Ed vildi helst, dreypt-
um á viskíi og fengum okkur gúl-
sopa af bjór til að skola því niður.
Bragðið af þessum tveimur vökv-
um, sagði hann, bætti hvort annað
upp.
Einu sinni á afmælinu mínu var
veisla í vinnustofunni, sem stóð í
fjóra daga. Okkur var reglulega
orðin þörf á veislu. Hún var nokk-
uð fjölmenn, og allan þennan tima
fór enginn í bólið nema í róman-
tískum tilgangi. Árla morguns hinn
fjórða dag var hópurinn gagntek-
inn sælli örmögnun. Við hvísluð-
umst á af því raddböndin voru
löngu kulnuð út af söng.
Þegar hér var komið, tók Ed
hálfflösku af bjór og lagði hana
varlega á gólfið við höfðalagið sitt,
um leið og hann fleygði sér í rúm-
ið til að blunda stundarkorn. Hann
hafði líklega drukkið fimm gallón