Úrval - 01.02.1975, Síða 76

Úrval - 01.02.1975, Síða 76
74 höfðu vínanda. Einu sinni minntist hann þess, að þá voru komin tólf ár, síðan hann smakkaði síðast vatn án þess að bæta í það ein- hverju fjörefni. Einu sinni, þegar skemmda tönn og erfitt ástalíf bar upp á sama tíma, fékk hann ónot í magann, sem talin voru stafa af magabólgu. Læknirinn setti hann á mjólkur- kúr og bannaði honum að snerta áfengi. Deyfð og drungi féll yfir vinnustofuna. Þetta var skelfilegur tími. í nokkra daga var Ed með taugaáfall af viðbjóði. Svo magn- aðist honum reiði yfir þeirri grimmd örlaganna að gera honum þetta. Hann vantreysti vatni og þótti það ekki gott, en hann ól með sér virkt og ákaft hatur á mjólk. í nokkra daga píndi hann ofan í sig dálítinn mjólkurdreitil, kvart- andi hástöfum, en svo fór hann aftur að hitta lækninn. Hann skýrði fyrir honum viðurstyggð sína á mjólk. Hann kvaðst hræddur um, að læknisaðferðin væri verri en sjúkdómurinn og spurði hvort hann mætti ekki bæta nokkrum dropum af gömlu rommi í mjólkina, aðeins til að bragðbæta hana. Kannski vissi læknirinn, að orrustan var töpuð. Hann féllst á nokkra dropa af rommi. Við fylgdumst með lyfjameð- ferðinni með miklum spenningi, hvernig hlutföllin breyttust dag frá degi, þar til í mánaðarlokin að Ed var farinn að bæta nokkrum drop- um af mjólk út í rommið. En hon- um batnaði í maganum. Honum þótti mjólkin aldrei skána, en eftir þetta ræddi hann alltaf um hana ÚRVAL með aðdáun, sem sérdeilis gott lyf við magabólgum. í vinnustofunni voru haldnar miklar veislur, og stóðu sumar dögum saman. Svo gat borið við í fátækt okkar, að við þyrftum á veislu að halda. Þá söfnuðum við saman öllu lausafé. Það þurfti ekki ýkja mikið. í Monterey fékkst vín fyrir 39 sent gallónið. Það var ekki sérlega bragðljúft vín og stundum fundust furðulegir hlutir í botn- grugginu, en það dugði. Það jók veislugleðina og drap aldrei neinn. Ef fjögur pör komu saman og hvert með eitt gallón, gat tognað úr veisl- unni og undir lokin var Ed farinn að brosa og dansa á tánum. Seinna, þegar við vorum ekki eins fátækir, drukkum við bjór, eða eins og Ed vildi helst, dreypt- um á viskíi og fengum okkur gúl- sopa af bjór til að skola því niður. Bragðið af þessum tveimur vökv- um, sagði hann, bætti hvort annað upp. Einu sinni á afmælinu mínu var veisla í vinnustofunni, sem stóð í fjóra daga. Okkur var reglulega orðin þörf á veislu. Hún var nokk- uð fjölmenn, og allan þennan tima fór enginn í bólið nema í róman- tískum tilgangi. Árla morguns hinn fjórða dag var hópurinn gagntek- inn sælli örmögnun. Við hvísluð- umst á af því raddböndin voru löngu kulnuð út af söng. Þegar hér var komið, tók Ed hálfflösku af bjór og lagði hana varlega á gólfið við höfðalagið sitt, um leið og hann fleygði sér í rúm- ið til að blunda stundarkorn. Hann hafði líklega drukkið fimm gallón
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.