Úrval - 01.02.1975, Síða 138
136
arenda. En svo flaug krákan af stað
og fyrst til hægri. Honum létti.
f UPPHAFI ÆTLAÐI hann að
fara fyrst með mjólkina, en úr því
að krákan sagði, að þetta yrði góð-
ur dagur, breytti hann ákvörðun
sinni og ákvað að fara fyrst heim
til Conneeleys. Þegar hann nálgað-
ist húsið, fann hann einhverja
undarlega tilfinningu neðan við
þindina. Hann varð taugaóstyrkur
og skimaði um eftir Eilis. Hann
varð fyrir vonbrigðum, þegar hann
sá hana ekki, og datt í hug, að hún
væri kannski að vinna úti á túni,
og að hann myndi ekki hitta hana.
Loks komst hann alla leið, og í
óstyrk sínum barði hann að dyr-
um, þótt húsið væri opið.
„Komdu inn og vertu velkom-
inn,“ sagði frú Conneeley. Hún
stóð við eldavélina og sýslaði í
pottum sínum.
„Guð blessi alla hér,“ sagði
drengurinn, um leið og hann kom
inn.
„Guð blessi sjálfan þig,“ sagði
frú Conneeley. „Hvað ertu með?
Mjólk? Við höfum nóga mjólk og
meira en það.“
„Hún er handa Reece-hjónun-
um,“ sagði Jackie.
Frú Conneeley, stórvaxin kona,
rjóð í andliti, brosti til hans, og
það var glettnisglampi í augunum.
..Komstu til að hitta meistarann,
eða Tigue, eða einhvern annan?“
Jackie roðnaði.
„Eg kom til að hitta meistarann,“
sagði hann.
„Hann er rétt að koma. Sestu og
ÚRVAL
fáðu þér tebolla og sódaköku. Hún
er alveg glæný.“
„Ég var að enda við að borða,“
svaraði Jackie.
„Þér verður ekki illt, þótt þú
borðir svolítið meira. Þú átt eftir
að stækka mikið, og til þess þarftu
að borða.“
Hann settist við borðið og fékk
stóra krús með heitu, sterku tei og
þykka sneið af sódaköku, beint úr
ofninum. Hann vissi, að það var
dónalegt að glápa, svo hann starði
ofan á borðið, milli þess sem hann
stalst til að líta í kringum sig. Eld-
húsið var klætt með bláu, og þessi
blái litur gerði það svalt og hreint.
Moldargólfið var slétt og mjúkt.
Hann þekkti alla hluti í þessu eld-
húsi, en það var ekki að vita, nema
eitthvað nýtt hefði bæst við, og þá
gæti hann sagt mömmu sinni frétt-
ir, þegar hann kæmi heim.
Á eldhúshillunni stóð út.varps-
tæki, og blátt battarí við hliðina á
því. Þar var lika gömul vekjara-
klukka og mynd af þorpinu í Lour-
des, falleg mynd í bláum og gul-
um og grænum og hvítum lit. Á
veggnum hékk mynd af heilagri
guðsmóður, við hliðina á henni
mynd af bróður Pat Conneeleys,
sem var í bandaríska sjóhernum;
hann var í matrósafötum og leit
út fyrir að hafa borðað yfir sig.
Svo kom krossinn og litli, rauði
lampinn fyrir framan hann, síðan
myndin af foreldrum frú Connee-
leys. Móðir hennar sat í stól en
faðir hennar stóð fyrir aftan, og
bæði störðu þau eins og steinrunn-
in á myndasmiðinn. Loks kom tré-
plata með mynd af stórri byggingu,