Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 131
STERKAR HENDUR 129
Þessi saga gerist á lítilli, írskri eyju, sem aðeins er byggð fjórum
fiskimannafjölskyldum. Óveður skellur yfir eyjuna og gerir
mikinn usla, og á þremur sólarhringum verður drengurinn
Joyce, sem sagan fjallar að mestu leyti um, að fullorðnum
manni, ef ekki að likamsvexti, þá að hugsunarhætti. STERKAR
IIENDUR er úrvals saga, og það verður enginn fyrir vonbrigð-
um, sem les hana.
Jí3k>K'/K>k var aðeins byrjað
*
*.
*
*
Þ
*****
£53 að elda aftur, og Cor-
* mac Joyce varð fyrst
var við dagsljósið end-
*
urspeglast af lunning-
unni og árablöðunum,
þar sem hann reri frá landi í átt-
ina að markrílsnetunum sínum.
Hann var stór maður, og það tók
líkama hans langan tíma að vakna.
Fætur hans og handleggir voru
fullvaknaðir, en honum var þungt
fyrir brjósti og fannst eins og kóng-
ulóarvefur yfir andliti sínu. Haf-
flöturinn var spegilsléttur og gjálp-
aði ljúflega við bátsstefnið. Þetta
gjálp og marrið í keipunum voru
einu hljóðin, sem heyrðust.
Hann gretti sig, hóstaði, og spýtti
út fyrir borðstokkinn. Svo beygði
hann sig eftir austurtroginu og
hellti sjó yfir keipana, svo það væri
léttara að róa. Örlítil vindgola
bærði hvítt hár hans. Morgungol-
an var komin til þess að feykja
burt nóttunni. Vindurinn kom af
vestri, utan af dimmu Atlantshaf-
inu, hvarf í rökkrið í austri, og
tók með sér síðustu leifarnar af
nætursvefni Cormacs.
Hann fór að hugsa um það, hvað
hann þyrfti að gera þennan dag-
inn. Það var ekki margt, sem gera
þurfti, eftir að kýrnar höfðu verið
mjólkaðar og reknar á beit. Korn-
ið var löngu komið í hús og heyið
líka. Kola, svarta kýrin, hafði
skemmt vegghleðsluna úti við
Dimmukletta, það væri líklega rétt
að gera við það í dag. Einnig þyrfti