Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 70
68
anum og hann hefði helgað eintaki
af áður óþekktu sjávardýri.
Á eftir sagði hann, hægt og yfir-
vegað, með nokkurri aðdáun:,
„Þarna sjáiði, hve auðvelt er að
vaða gersamlega reyk um einfalda
hluti. Ég var alltaf sannfærður um
— eða kannski réttara væri að
segja að ég hefði gengið út frá því,
að réttarkerfið væri sniðið með það
fyrir augum að skipa sannleikann
í öndvegi í mannlegum og eignar-
réttarlegum samskiptum. Ég hafði
sem sé gleymt, eða aldrei hugleitt
eitt: Báðir aðilar berjast til sigurs,
og sú staðreynd rangsnýr öllum
upprunalegum tilgangi að því
marki, að hlutlægur sannleikur
færist í kaf. Lítið bara á eldsvoð-
ann,“ hélt hann áfram. „Báðir máls-
aðilar börðust til sigurs, og hvor-
ugur aðili hafði nokkrar mætur á,
nei, virtust meira að segja hafa
ógeð á sannleikanum." Þetta var
merkileg uppgötvun í hans augum
og þarfnaðist umhugsunar. Af því
hann var sannleikselskandi, ætlaði
hann öðrum hið sama. En uppgötv-
un andstæðunnar var honum reiði-
laus. Hún var einfaldlega umhugs-
unarefni. Og hann hófst handa um
að endurbyggja rannsóknarvinnu-
stofuna og bókasafnið með iðni og
þolgæði maursins.
Orðanotkun Eds var oft og tíð-
um furðuleg og olli margvíslegum
misskilningi. Hann dáðist að öllum
gerðum orma og maðka og fannst
þeir svo eftirsóknarverðir, að einu
sinni, þegar hann var að leita að
gælunafni á stúlku, sem hann elsk-
aði, datt hann ofan á að kalla hana
,,Ormu“. Hún var svolítið hvumpin
ÚRVAL
við nafngiftinni fyrst í stað, þang-
að til það rann upp fyrir henni,
hvað hann meinti. Þetta þýddi, að
honum þótti hún falleg, áhugaverð
og að hann girntist hana.
Hugur hans átti sér engin tak-
mörk. Hann hafði áhuga á öllu. Það
var fátt, sem honum gast ekki að.
Svarnasti óvinur hans var ellin.
Hann hataði aldrað fólk, einkum
gamlar konur, og þverneitaði að
vera í sama herbergi og þær. Hann
sagði, að það væri pest af þeim.
Hann hafði frábært þefskyn. Hann
fann á lyktinni, ef mús var í her-
berginu, þar sem hann var, og einu
sinni sá ég hann þefa sig að skrölt-
ormi, sem faldi sig í runnaþykkni.
Hann hafði andstyggð á vara-
þunnum konum. „Séu varirnar
þunnar, hvar er þá fylling?“ spurði
hann. Og hann unni konum of mik-
ið til þess að eyða nokkru púðri á
þær varaþunnu. En ef varaþunn
stúlka reyndi að sýnast varaþykkri
með því að mála út fyrir, var hann
ánægður: „Hugarfarið er rétt,“
sagði hann. „Hún hefur þó altént
sálræna fyllingu, og stundum er
það alveg ljómandi.“
Hann hafði viðurstyggð á heit-
um súpum og blandaði jafnvel dýr-
ustu veislusúpur til rúmlega helm-
inga með ísköldu vatni.
Á sama hátt gat hann ekki þolað
að vökna um höfuðið. Þegar hann
var að safna saman sjódýrunum
sínum, var hann iðulega sjóblautur
upp á augabrúnir, en höfuðið sjálft
var alltaf vel varið og þurrt. Þegar
hann fór í steypibað, var hann með
olíusj óhatt.
Hann mátti ekki til þess vita, að