Úrval - 01.02.1975, Page 70

Úrval - 01.02.1975, Page 70
68 anum og hann hefði helgað eintaki af áður óþekktu sjávardýri. Á eftir sagði hann, hægt og yfir- vegað, með nokkurri aðdáun:, „Þarna sjáiði, hve auðvelt er að vaða gersamlega reyk um einfalda hluti. Ég var alltaf sannfærður um — eða kannski réttara væri að segja að ég hefði gengið út frá því, að réttarkerfið væri sniðið með það fyrir augum að skipa sannleikann í öndvegi í mannlegum og eignar- réttarlegum samskiptum. Ég hafði sem sé gleymt, eða aldrei hugleitt eitt: Báðir aðilar berjast til sigurs, og sú staðreynd rangsnýr öllum upprunalegum tilgangi að því marki, að hlutlægur sannleikur færist í kaf. Lítið bara á eldsvoð- ann,“ hélt hann áfram. „Báðir máls- aðilar börðust til sigurs, og hvor- ugur aðili hafði nokkrar mætur á, nei, virtust meira að segja hafa ógeð á sannleikanum." Þetta var merkileg uppgötvun í hans augum og þarfnaðist umhugsunar. Af því hann var sannleikselskandi, ætlaði hann öðrum hið sama. En uppgötv- un andstæðunnar var honum reiði- laus. Hún var einfaldlega umhugs- unarefni. Og hann hófst handa um að endurbyggja rannsóknarvinnu- stofuna og bókasafnið með iðni og þolgæði maursins. Orðanotkun Eds var oft og tíð- um furðuleg og olli margvíslegum misskilningi. Hann dáðist að öllum gerðum orma og maðka og fannst þeir svo eftirsóknarverðir, að einu sinni, þegar hann var að leita að gælunafni á stúlku, sem hann elsk- aði, datt hann ofan á að kalla hana ,,Ormu“. Hún var svolítið hvumpin ÚRVAL við nafngiftinni fyrst í stað, þang- að til það rann upp fyrir henni, hvað hann meinti. Þetta þýddi, að honum þótti hún falleg, áhugaverð og að hann girntist hana. Hugur hans átti sér engin tak- mörk. Hann hafði áhuga á öllu. Það var fátt, sem honum gast ekki að. Svarnasti óvinur hans var ellin. Hann hataði aldrað fólk, einkum gamlar konur, og þverneitaði að vera í sama herbergi og þær. Hann sagði, að það væri pest af þeim. Hann hafði frábært þefskyn. Hann fann á lyktinni, ef mús var í her- berginu, þar sem hann var, og einu sinni sá ég hann þefa sig að skrölt- ormi, sem faldi sig í runnaþykkni. Hann hafði andstyggð á vara- þunnum konum. „Séu varirnar þunnar, hvar er þá fylling?“ spurði hann. Og hann unni konum of mik- ið til þess að eyða nokkru púðri á þær varaþunnu. En ef varaþunn stúlka reyndi að sýnast varaþykkri með því að mála út fyrir, var hann ánægður: „Hugarfarið er rétt,“ sagði hann. „Hún hefur þó altént sálræna fyllingu, og stundum er það alveg ljómandi.“ Hann hafði viðurstyggð á heit- um súpum og blandaði jafnvel dýr- ustu veislusúpur til rúmlega helm- inga með ísköldu vatni. Á sama hátt gat hann ekki þolað að vökna um höfuðið. Þegar hann var að safna saman sjódýrunum sínum, var hann iðulega sjóblautur upp á augabrúnir, en höfuðið sjálft var alltaf vel varið og þurrt. Þegar hann fór í steypibað, var hann með olíusj óhatt. Hann mátti ekki til þess vita, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.