Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 35
SIGURFÖR KARENAR LITLU 33
börnum, að dómi Bobs De Bolts, á orð hans, með því að klípa hann
er sá, að fatlaða barnið þarf á með klónni sinni í fingurna.
meiri umhyggju og enn meiri ást-
úð að halda. Karen leggur áherslu &
Þegar efi og uppgjöf gagnvart ranglæti og mannvonsku gripur
hugann, er gott að hugsa um ráð, sem vitur maður gaf dóttur sinni:
„Elskan mín,“ sagði hann, ,,þú ert óþolinmóð og óhamingjusöm,
en viljir þú aðeins viðurkenna, að lífið er harður skóli, verður
allt auðveldara.“
Paul A. Freund.
Ilmur er rödd mállausu eða þöglu hlutanna. Loftið er fullt af
gráti laufs og grasa, ennþá mildari en angan blóma. Sums staðar
þar sem engin blóm eru, fellur yfir mann angan líkt og litlir álfar,
með beittar tennur, frá korni og furu, gufu, áburði og gorkúlum,
beiskum grösum og römmum burknum.
Eftir regnskúr leggur fyrir lykt afhöggvinna greina með yfir-
þyrmandi afli, sem töfrar líkt og niðurbældur hlátur.
í döggvuðu rökkri sumarsins vinna smári og næturfjóla saman
með sívakandi hunangsilmi að gera innrás í garðinn og leggja
undir sig dreymandi húsið í samsæri þagnar og ilms.
Mary Webb.
f minni háttar málum og ákvörðunum hefur mér alltaf fundist
mikils vert að íhuga alla smámuni. En í örlagaríkum málum, líkt
og makavali og stöðuvali, verður ákvörðunin að koma frá undir-
vitundinni eins og ósjálfrátt. Þýðingarmestu ákvarðanir persónu-
legs lífs verða að stjórnast af dýpstu þörfum okkar innra eðlis.
Sigmund Freud.