Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
ingasinnaðra manna og kvenna af
öllum litarháttum, ungra sem gam-
alla.“ Og Nancy Perry bætti þess-
ari klausu við: „Drepum þessi fas-
ista skordýr, sem nærast á lífi al-
þýðunnar1."
BLÁSÝRU BYSSUKÚLUR. Sum-
arið 1973 notuðu félagar S.L.A. til
undirbúnings fyrir byltinguna og
gengu vandlega til verks. Fyrst
komu þau sér upp öruggum stöð-
um, þar sem þau gátu rætt áætl-
anir sínar á laun, og flúið til að
loknum aðgerðum sínum. Þar sem
þau óttuðust símhleranir, komu
þau upp flóknu kerfi „símastaura“
eins og þau kölluðu það. Það voru
ákveðnir símaklefar, þar sem fé-
lagarnir gátu náð sambandi hver
við annan á ákveðnum dögum og
ákveðinni stundu.
Þau fóru í margar njósnaferðir.
Dulbúin sem krypplingar, elskend-
ur eða blindir ölmusumenn, höfðu
þau nánar gætur á möguleikum til
árásar eða mannráns. Fórnardýr-
inu var t. d. veitt eftirför á leið til
vinnu. Þeim, sem fylgdu fórnar-
dýrinu eftir, var svo aftur veitt
eftirför, og sá, sem það gerði, gaf
skýrslu um mistök þeirra fyrr-
nefndu.
Vopnuð loftbyssum æfðu þau
fyrirsát, án þess að koma upp um
sig með minnsta hljóði. Á skömm-
um tíma öfluðu þau sér vopna:
Haglabyssur, skammbyssur og vél-
byssur, allt löglega keypt hjá
vopnasölum. Joe Remiro, sem áður
var fallhlífarstökkvari og mjög fær
vélsmiður, breytti byssunum eftir
því, sem þurfa þótti. Að fyrirmæl-
um DeFreezes boruðu Remiro,
Harris og Little í oddinn á mörg
hundruð skammbyssukúlum og létu
blásýru þar í. „Aðeins smásár,“ út-
skýrði DeFreeze, „og viðkomandi
er steindauður."
í ágúst reyndi DeFreeze færni
hópsins í mannránum og fól þeim
að frelsa Thero Wheeler, fyrrver-
andi félaga í Venceremos, sem um
þær mundir sat í Vacaville fang-
elsinu. Wheeler1 yfirgaf svo lítið
bar á vinnu sína í fangelsinu og
gekk rólega inn í bíl, sem beið
hans. Áætlunin heppnaðist full-
komlega.
DeFreeze fór nú að undirbúa
áætlun að fyrsta launmorði S.L.A.
Fórnarlambið var svertingi, Mar-
cus Foster að nafni, skólastjóri í
Oakland. Hann hafði kallað yfir
sig reiði öfgamanna af því hann
vildi, að allir námsmenn gengu
með nafnskírteini.
Klukkan rúmlega sex síðdegis þ.
6. nóvember komu morðingjarnir
sér fyrir á bílastæði bak við skrif-
stofu Fosters. Þegar hann og nán-
asti samverkamaður hans, Robert
Blackburn, komu út úr húsinu um
hálftíma síðar, stökk einn árásar-
mannanna fram og skaut úr hagla-
byssu á Blackburn af stuttu færi.
Næstum helmingur maga Black-
burns tættist sundur við skotið.
Tveir aðrir tæmdu skammbyssur
sínar á Foster. Aðeins fyrir krafta-
verk hélt Blackburn lífi, en Foster
lést í siúkrabílnum.
í bréfi, sem daginn eftir var af-
hent héraðsblaðinu og útvarpsstöð.
lýsti S.L.A. morðinu á hendur sér
og tilkynnti að Foster hefði verið
dæmdur sekur af „alþýðudómstól11.