Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 103
RÉTTUR STÚLKUNNAR TIL AÐ SEGJA NEI
101
þær óöruggar og segja við sjálfar
sig: „’Ég ætti ekki að gera þetta, og
ef ég skipulegg það beinlínis, er
það eins og ennþá rangara af mér,
heldur en ef það gerist bara af „til-
viljun“. En sú stúlka, sem ekki vill
viðurkenna og sætta sig við kyn-
líf sitt, er trúlega ekki nægilega
þroskuð til þess að vera raunveru-
lega þátttakandi í kynlífi.
ER É'G HRÆDD VIÐ AÐ BRJÓTA
í BÁGA VIÐ SKOÐANIR FOR-
ELDRA MINNA? Það skiptir ekki
máli, hve ákaft stúlkur afneita
þeim siðferðisviðhorfum, sem þær
hafa vanist heima hjá sér, engu að
síður er margt, sem bendir til þess,
að fæstar stúlkur á unglingsaldri
hafi fyllilega varpað þeim fyrir
róða. Þegar ég hafði rætt í hálf-
tíma við mjög „frjálslynda" stúlku,
17 ára, sagði hún allt í einu: „Amma
segir, að karlmenn vilji ekki gift-
ast manni, ef maður er ekki hrein
mey.“ Svo flýtti hún sér að bæta
við: „Auðvitað trúi ég því ekki. Og
þótt það væri rétt, er mér sama.“
Ef stúlka er með svona vanga-
veltur, segir sálfræðingur einn
sem er kvenkyns sjálfur. verður
vandinn tvöfaldur; hún finnur til
sektarkenndar, þegar hún stofnar
til kynsambands, og fær þar að
auki sektartilfinningu vegna þess
að hún finnur til sektar!
Ef stúlka kýs að bíða með kyn-
mök. þar til hún verður dálítið
eldri, er oft léttara að standast
þrýstinginn utan frá, ef hún er í
hópi jafnaldra, sem hafa tekið
sömu afstöðu. Nokkrar skólastúlk-
ur í New York hafa nýlega stofn-
að klúbb, þar sem þær ætla að
ræða kostina við það að bíða með
kynlíf. „Við höfum fengið nóg af
öllu þessu rausi um frjálslyndi. Það
hljóta að vera tvær hliðar á þessu
máli eins og öðrum.“
Aðrar snúa sér að starfi fyrir
frelsun konunnar. Þegar móðir
nokkur hóf máls á kynlífi og þeim
þrýstingi, sem því fylgir, svaraði
dóttirin: „Ég hef gengið í kven-
frelsishreyfinguna til þess að læra
að vera ég sjálf. Og það felur einn-
ig í sér réttinn til að segja nei.“
*
SKÓLAFÓLK.
Já maður er svo sem að verða gamall. É'g spurði dóttur mína
um daginn, hvað hún ætti að lesa í sögu fyrir næsta dag, og hún
svaraði kæruleysislega: „Það er um einhvern Hitler."
B.G.
„Nei, það er ekkert vont að vera með gleraugu," sagði átta
ára snáðinn. „Þá reynir enginn strákanna að lemja mig — og
engin stelpan að kyssa mig.“
S.T.