Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 158
156
um í brunninn þinn framar,“ sagði
hann að lokum. „Það eru ekki hend-
urnar, sem þurfa að vera sterkar
handa Eilis. Það er ég, sem þarf að
vera sterkur. Ekki bara í höndun-
um. Og þegar ég er orðinn sterkur
innan í mér, ætla ég að gefa henni
afl mitt, eins og Reece gaf sinni
konu og faðir minn gaf móður
minni. En ég skal halda áfram að
hjálpa þér að halda brunninum
hreinum og bjarga skordýrum, sem
detta í hann.“
Hann þagnaði um stund og bætti
svo við: „Kannski þú hafir alltaf
vitað þetta, og þess , vegna neitt
föður minn í hendinni, svo ég gæti
skilið það.“
í sama bili fann hann, að hann
var ekki einn. Hann snarsneri sér
við og stóð augliti til auglitis við
Eilis og roðnaði, af því að hann
ÚRVAL
vissi, að hún hafði heyrt allt, sem
hann sagði.
„Þú ert nógu sterkur handa mér,
Jackie Joyce,“ sagði hún hægt.
„Við skulum byggja okkar eigið
hús á eynni, þegar við erum orðin
stór, og verða eins og Reecehjón-
in.“
Svo tók hún í hönd hans, og þau
gengu saman niður að höfninni.
Þau sögðu ekkert, en við og við
horfðu þau hvort á annað. Það var
nóg.
Cormac sá þau koma niður hæð-
ina og sneri sér að konu sinni, sem
hafði hjálpað honum að sjósetja
bátinn á ný. „Svona fljótt?“ spurði
hann.
„Svona fljótt," svaraði hún.
„Ertu búinn að gleyma æsku okk-
ar, Cormac Joyce?“
☆
HETJA Á HÆTTUSTUND.
Breskur flugvirki, sem gegndi herþjónustu í flughernum í síð-
usíu heimsstyrjöld, segir frá því, að eitt sinn er vél hans var að
fara á loft til sprengjuárása á Þýskaland, tók hann eftir því, að
leki var á leiðsluhosu. Hann náði sér í skiptilykil til að herða
hosufestinguna, en meðan hann var að því, sá hann eldtungur
koma úr öðrum flugvélarhreyflinum. Hann sneri sér rólega við
— að eigin sögn -— bankaði í öxlina á flugmanninum með skipti-
lyklinum og sagði: „Það er eldur í hreyfli tvö.“
Flugmaðurinn var fljótur að snúa við og lenda vélinni aftur,
og innan skamms var eldurinn slökktur og allt í stakasta lagi.
Flugvirkinn stóð úti á flugbrautinni og var að segja herföngnum
hópi aðdáenda frá því, hve allt þetta hefði gengið fumlaust fyrir
sig, þegar flugmaðurinn var borinn framhjá á börum. „Hva —
hvað er að honum?“ spurði flugvirkinn undrandi.
„Hann er axlarbrotinn,“ var svarið.