Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
netið,“ sagði Tito, „en ég klifraði
alltaf aftur upp og endurtók það.“
Tito Gaona er herðabreiður, mitt-
isgrannur, liðugur og tígulegur,
byggður eins og keppnismaður í
léttþungavigt, með mikið svart hár
og svipsterkt andlit. Hann hefur
mikla ást á lífinu og hefur átt miklu
gengi að fagna. Hann talar mörg
tungumál: spönsku, ensku, búlg-
örsku, rússnesku, ítölsku, frönsku,
sænsku, þýsku og ungversku. Hann
er mjög framkvæmdasamur; hann
spilar á gítar bæði rokk og sígilda
tónlist, safnar gömlum bílum,
stundar siglingar, er frábær sund-
og dýfingamaður og er stjarnan í
knattspyrnuliði f j ölleikahússins.
Hann hefur sinn eigin lúxusklefa
í lest fjölleikahússins, klefa, sem
er með loftræstingu, bar, eldhúsi,
setustofu og svefnherbergi, og á
rúmi hans er ábreiða úr hvíta-
bjarnarskinni.
„Ég ákveð aldrei nákvæmlega,
hvað ég ætla að gera, þegar ég er
á jörðu niðri,“ segir hann. „Ég bíð
þar til ég er kominn hátt upp •—
þá eru hugsanir mínar skýrari en
þegar ég er niðri. Ég sveifla mér
nokkrum sinnum á rólunni og
ákveð þá, hvað ég ætla að gera og
læt þá bróður minn Armando vita,
en hann lætur síðan mótleikara
minn vita. Við systkinin, Arman-
do, Chela og ég hitum okkur yfir-
leitt upp með einföldum æfingum.
Stundum sé ég kvikmyndir af mér
í loftinu og þá undrast ég oft,
hvernig ég fer að þessu. Auk þre-
falda heljarstökksins geri ég ann-
að, sem ég nefni tvisvar sinnum
tvöfalda stökkið. Það er tvöfalt
heljarstökk áfram með tvöföldum
snúningi um leið. Það hefur aldrei
verið gert áður og enginn annar
gerir það.“
Tito Gaona er fæddur í fjölleika-
húsi. Langafi hans, afi og faðir
voru allir fjölleikahúsmenn. Þeir
höfðu starfandi fjölleikahús, sem
þeir nefndu Gaona-bræður og ferð-
uðust um Mexíkó. Afi Tito skemmti
í Pancho Villa og faðir hans byrj-
aði að koma fram um þriggja ára
aldur með hundasýningu. Tito sjálf-
ur byrjaði 12 ára að koma fram,
eða 1959.
„Faðir minn ýtti alltaf undir
okkur að starfa að einhverju öðru
en fjölleikahúsi,“ segir Tito. „En
við grátbáðum hann um að fá að
vera með í sýningunum. É'g Ar-
mando og Chela höfðum æft okkur
á göngulínu, meðan við vorum í
Mexíkó. Dag einn heimsóttum við
föður okkar í Clyde Beatty fjöl-
leikahúsið og grétum fyrir framan
hann til þess, að hann leyfði okkur
að sýna sér listir okkar á göngu-
línunni. Hann leyfði okkur það, og
okkur tókst það mjög vel. Faðir
minn sagði þá að lokum: „Jæja,
þið verðið þá um kyrrt og sýnið
þetta atriði.““
En fyrir Tito var göngulínan of
nálægt jörðu. „Ég svitnaði á hönd-
unum, þegar ég sá atriðin í loft-
rólunni," segir hann. „The Flying
Valentines“ voru yfirleitt á undan
atriði okkar á göngulínunni, og
lófar mínir urðu rennandi blautir,
þegar ég horfði á þá. Eg gat ekki
haldist á jörðinni. Auðvitað hafði