Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 78

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 78
76 ÚRVAL af bjór og viskíi síðan veislan hófst. Hann svaf í um það bil tuttugu mínútur. Þá rumskaði hann, og þreifaði eftir flöskunni án þess að opna augun. Hann fann flöskuna, settist upp og drakk úr henni væn- an slurk. Hann brosti sætt og veif- aði tveimur fingrum eins og hann væri að blessa. „Ekkert jafnast á við fyrsta bjór dagsins," sagði hann. Það var ekki aðeins, að Ed elsk- aði vín. Hann gekk lengra. Hann hafði megnustu ótrú á hverjum þeim, sem ekki var fyrir vín. Ef vínleysingi hélt sér saman og hugs- aði um sjálfan sig og vakti ekki athygli á ágalla sínum, gat Ed ver- ið þægilegur við hann. En því mið- ur er umburðarlyndi mjög sjald- gæft hjá bindindismönnum. Um leið og einhver fór að spúa galli sínu, fylltist Ed reiði og fyrirlitn- ingu. Hann trúði því staðfastlega, að hver sá, sem ekki nyti þess að drekka, væri annað hvort veikur eða/og vitlaus eða haldinn blund- andi mannvonsku. Hann trúði bví, að sál bindindismannsins væri upp- þornuð og skorpin, og að dyggðar- yfirbragð bindindismannsins væri aðeins til að breiða yfir eitthvað óþekkt og vðbjóðslegt, sem hann hefði í pokahorninu. Að vissu marki hafði hann sama álit á þeim. sem höfðu ekki eða létust ekki hafa áhuga á kynferð- ismálum. Ef leitað var eftir, var Ed til með að telia upp mikla menn, roikia hugsuði, mikla mannvini og mikla listamenn í menningarsög- unni, en hann gat ekki fundið einn einasta í þeim hópi, sem var bind- indismaður. Hann reyndi mikið til að rifja upp einn einasta karl eða einustu konu, sem hafði afrekað miklu en ekki drakk og var á móti áfengi, en hann gat aldrei fundið eitt einasta nafn. í öllum slíkum umræðum var nafns Shaws nefnt, en þá hló bara Ed, og í þeim hlátri var ekki mikil aðdáun á þeirri öldnu bindindiskempu. Það er óhjákvæmilegt þegar gefa skal mynd af Ed Ricketts að rekja að einhverju leyti kynlíf hans, þar sem það var langsamlega sterkasta hvöt hans. Líf hans var gegnsýrt kynlífi og honum var það fjarska mikið áhugamál. Hann veitti því gríðarmikinn tíma og hugsun og skilgreiningu. Það er ekki trúnað- arbrot að ræða þennan þátt lífs hans, því hann hafði sjálfur ekki snefil af feimni við að ræða það sjálfur. Hvað konur snerti, var hann ger- sneyddur því, sem almennt er kall- að ,.sómatilfinning“. Ekki svo að skilia, að hann væri ekki sóma- maður. Orðið hafði einfaldlega enga meiningu í huga hans, ef það tákn- aði skírlífi. Sérhver maður, sem lét konu sína í hans umsjá og ætlaðist .til að hann reyndi ekki við hana. var hreinasta flón. Hann gat ekki annað en reynt. Konan gat hafnað honum, og hann var ekki freklega ágengur, en sannarlega skorti ekki á að hann reyndi. Þegar ég kynntist honum, var bann önnum kafinn við það á vís- indamannslegan og þróaðan hátt að afmeyja unga stúlku. Þetta voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.