Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
í febrúar 1972 kom ungur stúd-
ent frá Pennsylvaníu, William
Wolfe að nafni, af tilviljun inn í
þennan hóp. Þar sem þessi hávaxni
ungi maður, með skörpu andlits-
drættina, var læknissonur, hafði
hann lokið prófi frá viðurkenndum
skóla í austurríkjunum, en síðan
haft lítið fyrir stafni í þrjú ár. Um
haustið 1971 kom hann til Berke-
ley og tók þátt í námshópi um mál-
efni afríkusvertingja, og fluttist þá
í Pekinghúsið. Það var gífurleg
upplifun fyrir hinn róttæka vinstri
mann. íbúarnir létu ekki sitja við
það eitt að tala um nauðsyn á bylt-
ingu og fórnum, heldur lifðu einn-
ig í ströngum sjálfsaga.
Þarna kunni Wolfe strax vel við
sig, en einkum hlakkaði hann til
sunnudaganna þegar íbúar Peking-
hússins tóku þátt í leynilegum
kvöldsamkomum, sem félagsskapur
er kallar sig Venceremos, skipu-
lagði í Oakland stutt frá. Vencere-
mos (sem var slagorð Fidel Castro,
Við munum sigra) var stofnað í
árslok 1969 og voru stofnendur
harðsnúinn hópur byltingarsinna.
Hafði hÓDurinn nú 400 félaga á sin-
um snærum. Takmarkið var að
vonnast og þjálfa sig í skæruhern-
aði. sem beinast átti gegn Banda-
ríkjunum. Háttsettir lögreglumenn
álitu þá hættulegasta öfgahóp lands-
ins.
Hiá Venceremos lærði Wolfe allt,
byltingarmaður þarf að læra.
HvprnÍEt skinulggia skal neðaniarð-
arbóna. Hvernig berjast skal i ná-
vígi. Hvernig nota skal skotvopn
sprengiefni.. Hvernig best er að
hagnýta aðferðir suður-amerískra
og palentínskra öfgamanna. En fyrst
og fremst lærði hann að fórna sér,
aðeins og eingöngu, fyrir málstað
byltingarinnar.
Og hér öðlaðist Wolfe nýja vini:
Joseph Remiro, fyrrum hermann í
Vietnam og þátttakanda í blóðug-
um uppþotum á götum Berkeley.
Bill og Emily Harris, og vinkonu
þeirra, Angelu Atwood, sem komið
höfðu inn í samfélag vinstrimanna
í Berkeley frá háskólanum í Indi-
ana. Russel Little, marxista og áð-
ur verkfræðistúdent í Florida. Bylt-
ingin var það sameiginlega mark-
mið, sem laðaði þetta unga, vinstri
sinnaða fólk, hvert að öðru.
MAO FORMAÐUR í FANGELSI.
Sem hluta af námi sínu í málefn-
um afríkusvertingja bauð Wolfe
sig fram sem leiðbeinanda í litlum
umræðuhópi svertingja, sem sátu í
Vacaville fangelsinu, um 70 km
norðaustur af San Francisco. Starf-
ið sem skipulagt var af Colston
Westbrook aðstoðarkennara í Berke
ley, átti að undirbúa fangana und-
ir þátttöku í lífinu utan múranna.
Þegar Wolfe kom aftur til Peking-
hússins eftir fyrstu umræðurnar,
var hann frá sér numinn af hrifn-
ingu. Ef aðeins væri unnt að láta
samstöðu fanganna og hrifningu ná
til stuðnings við byltingarhugsjón-
ina-
Og allt í einu vildu allir í Pek-
inghúsinu aðstoða Westbrook. Án
þess að láta sér detta í hug hina
raunverulegu ástæðu til áhuga
beirra tók hann tilboðinu fegins
hendi. Wolfe og Little fengu það
hlutverk að vinna með hópi fanga.
sem stjórnað var af Donald David