Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 149

Úrval - 01.02.1975, Blaðsíða 149
STERKAR HENDUR 147 spennt við tilhugsunina um að fá að fara í land. Sá staður var þeim fullur fyrirheita. Þar voru húsin stærri, göturnar malbikaðar, þar voru bílar og götuljós á kvöldin, allt þeim framandi. Cormac kallaði á son sinn, og þeir sneru aftur heim. Þegar þeir voru næstum komnir alla leið, mundi Cormac eftir kúnni hans Reece. „Skrepptu yfir til Reece, Jackie, og sæktu kúna hans,“ sagði hann. „Og flýttu þér, því ég þarf á þér að halda hér heima.“ Jackie hljóp af stað, og var kom- inn framhjá brunni heilags Brend- ans, þegar hann minntist þess, að hann hafði ekki difið í hann hönd- unum. Jæja, hugsaði hann, ég geri það þá bara í bakaleiðinni. En það er ekki svo auðvelt, þegar verið er að reka annars mann kú. Svo hann sneri sér við og taldi sér trú um, að hann hefði bara ætlað að svíkj- ast um vegna þess, hve margt óvenjulegt væri að gerast. Hann taldi fyrst upp að tíu og svo aftur á bak niður í einn, svo dýrlingur- inn sæi, að hann ætlaði ekki að svíkjast um. Að þessu sinni voru engin skordýr í brunninum, og hann hljóp það sem eftir var leið- arinnar til þess að vinna upp töf- ina. Jackie stansaði á hæðinni ofan við granda Reece og horfði út á sjóinn yfir kofann. Sjórinn var breyttur frá því um morguninn. Hann var ennþá blár, en á hann sló nú grænni slikju, og glansandi öldurnar voru harðleitar, eins og þær væru úr gleri. Hann kallaði til Reece, að hann væri kominn að sækja kúna, og rak hana síðan af stað yfir eyna. Hún öskraði án afláts og var óþæg í rekstri. Jackie tók eftir því, að það sátu engar flugur á mölum hennar, og hún sveiflaði ekki hal- anum. Það var ekkert skordýr í brunninum, og þegar hann fór að hugleiða þetta, varð honum ljóst, að hann hafði engin skordýr séð á eynni allan þennan dag. Og reynd- ar enga fugla heldur, nema þessa litlu skrýtnu. Þegar hann kom heim aftur, var faðir hans að vinna við þvertréð yfir dyrunum. Þetta var eikar- drumbur, um það bil átta sinnum tólf tommur og fjögurra feta lang- ur. Hann hafði losað hleðsluna yfir trénu og var að koma því betur fyrir. Drengurinn fylgdist af at- hygli með starfi hans og vonaði, að hann yrði beðinn að rétta hjálpar- hönd. En faðir hans var of önnum kafinn til þess að taka eftir honum; hann var að meitla spor í stein, til þess að þvertréð hefði betra sæti. Hvellur hljómurinn í hamrinum og meitlinum söng í höfði drengsins. Honum hlýnaði við að sjá, hve sterkur faðir hans var, hann gat sýslað með net og bát og árar og hann gat höggvið stein, hann varð aldrei þreyttur. Jafnvel steinninn stóðst ekki afl hans, heldur mótað- ist undir höndum hans. LOKS VAR ÞESSU lokið, og Cormac sneri sér að konu sinni. „Gefðu okkur kvöldmatinn snemrna," sagði hann. „Við þurfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.