Úrval - 01.02.1975, Síða 149
STERKAR HENDUR
147
spennt við tilhugsunina um að fá
að fara í land. Sá staður var þeim
fullur fyrirheita. Þar voru húsin
stærri, göturnar malbikaðar, þar
voru bílar og götuljós á kvöldin,
allt þeim framandi.
Cormac kallaði á son sinn, og
þeir sneru aftur heim. Þegar þeir
voru næstum komnir alla leið,
mundi Cormac eftir kúnni hans
Reece.
„Skrepptu yfir til Reece, Jackie,
og sæktu kúna hans,“ sagði hann.
„Og flýttu þér, því ég þarf á þér
að halda hér heima.“
Jackie hljóp af stað, og var kom-
inn framhjá brunni heilags Brend-
ans, þegar hann minntist þess, að
hann hafði ekki difið í hann hönd-
unum. Jæja, hugsaði hann, ég geri
það þá bara í bakaleiðinni. En það
er ekki svo auðvelt, þegar verið er
að reka annars mann kú. Svo hann
sneri sér við og taldi sér trú um,
að hann hefði bara ætlað að svíkj-
ast um vegna þess, hve margt
óvenjulegt væri að gerast. Hann
taldi fyrst upp að tíu og svo aftur
á bak niður í einn, svo dýrlingur-
inn sæi, að hann ætlaði ekki að
svíkjast um. Að þessu sinni voru
engin skordýr í brunninum, og
hann hljóp það sem eftir var leið-
arinnar til þess að vinna upp töf-
ina.
Jackie stansaði á hæðinni ofan
við granda Reece og horfði út á
sjóinn yfir kofann. Sjórinn var
breyttur frá því um morguninn.
Hann var ennþá blár, en á hann
sló nú grænni slikju, og glansandi
öldurnar voru harðleitar, eins og
þær væru úr gleri.
Hann kallaði til Reece, að hann
væri kominn að sækja kúna, og
rak hana síðan af stað yfir eyna.
Hún öskraði án afláts og var óþæg
í rekstri. Jackie tók eftir því, að
það sátu engar flugur á mölum
hennar, og hún sveiflaði ekki hal-
anum. Það var ekkert skordýr í
brunninum, og þegar hann fór að
hugleiða þetta, varð honum ljóst,
að hann hafði engin skordýr séð á
eynni allan þennan dag. Og reynd-
ar enga fugla heldur, nema þessa
litlu skrýtnu.
Þegar hann kom heim aftur, var
faðir hans að vinna við þvertréð
yfir dyrunum. Þetta var eikar-
drumbur, um það bil átta sinnum
tólf tommur og fjögurra feta lang-
ur. Hann hafði losað hleðsluna yfir
trénu og var að koma því betur
fyrir. Drengurinn fylgdist af at-
hygli með starfi hans og vonaði, að
hann yrði beðinn að rétta hjálpar-
hönd. En faðir hans var of önnum
kafinn til þess að taka eftir honum;
hann var að meitla spor í stein, til
þess að þvertréð hefði betra sæti.
Hvellur hljómurinn í hamrinum og
meitlinum söng í höfði drengsins.
Honum hlýnaði við að sjá, hve
sterkur faðir hans var, hann gat
sýslað með net og bát og árar og
hann gat höggvið stein, hann varð
aldrei þreyttur. Jafnvel steinninn
stóðst ekki afl hans, heldur mótað-
ist undir höndum hans.
LOKS VAR ÞESSU lokið, og
Cormac sneri sér að konu sinni.
„Gefðu okkur kvöldmatinn
snemrna," sagði hann. „Við þurfum