Úrval - 01.02.1975, Side 58

Úrval - 01.02.1975, Side 58
56 ÚRVAL ingasinnaðra manna og kvenna af öllum litarháttum, ungra sem gam- alla.“ Og Nancy Perry bætti þess- ari klausu við: „Drepum þessi fas- ista skordýr, sem nærast á lífi al- þýðunnar1." BLÁSÝRU BYSSUKÚLUR. Sum- arið 1973 notuðu félagar S.L.A. til undirbúnings fyrir byltinguna og gengu vandlega til verks. Fyrst komu þau sér upp öruggum stöð- um, þar sem þau gátu rætt áætl- anir sínar á laun, og flúið til að loknum aðgerðum sínum. Þar sem þau óttuðust símhleranir, komu þau upp flóknu kerfi „símastaura“ eins og þau kölluðu það. Það voru ákveðnir símaklefar, þar sem fé- lagarnir gátu náð sambandi hver við annan á ákveðnum dögum og ákveðinni stundu. Þau fóru í margar njósnaferðir. Dulbúin sem krypplingar, elskend- ur eða blindir ölmusumenn, höfðu þau nánar gætur á möguleikum til árásar eða mannráns. Fórnardýr- inu var t. d. veitt eftirför á leið til vinnu. Þeim, sem fylgdu fórnar- dýrinu eftir, var svo aftur veitt eftirför, og sá, sem það gerði, gaf skýrslu um mistök þeirra fyrr- nefndu. Vopnuð loftbyssum æfðu þau fyrirsát, án þess að koma upp um sig með minnsta hljóði. Á skömm- um tíma öfluðu þau sér vopna: Haglabyssur, skammbyssur og vél- byssur, allt löglega keypt hjá vopnasölum. Joe Remiro, sem áður var fallhlífarstökkvari og mjög fær vélsmiður, breytti byssunum eftir því, sem þurfa þótti. Að fyrirmæl- um DeFreezes boruðu Remiro, Harris og Little í oddinn á mörg hundruð skammbyssukúlum og létu blásýru þar í. „Aðeins smásár,“ út- skýrði DeFreeze, „og viðkomandi er steindauður." í ágúst reyndi DeFreeze færni hópsins í mannránum og fól þeim að frelsa Thero Wheeler, fyrrver- andi félaga í Venceremos, sem um þær mundir sat í Vacaville fang- elsinu. Wheeler1 yfirgaf svo lítið bar á vinnu sína í fangelsinu og gekk rólega inn í bíl, sem beið hans. Áætlunin heppnaðist full- komlega. DeFreeze fór nú að undirbúa áætlun að fyrsta launmorði S.L.A. Fórnarlambið var svertingi, Mar- cus Foster að nafni, skólastjóri í Oakland. Hann hafði kallað yfir sig reiði öfgamanna af því hann vildi, að allir námsmenn gengu með nafnskírteini. Klukkan rúmlega sex síðdegis þ. 6. nóvember komu morðingjarnir sér fyrir á bílastæði bak við skrif- stofu Fosters. Þegar hann og nán- asti samverkamaður hans, Robert Blackburn, komu út úr húsinu um hálftíma síðar, stökk einn árásar- mannanna fram og skaut úr hagla- byssu á Blackburn af stuttu færi. Næstum helmingur maga Black- burns tættist sundur við skotið. Tveir aðrir tæmdu skammbyssur sínar á Foster. Aðeins fyrir krafta- verk hélt Blackburn lífi, en Foster lést í siúkrabílnum. í bréfi, sem daginn eftir var af- hent héraðsblaðinu og útvarpsstöð. lýsti S.L.A. morðinu á hendur sér og tilkynnti að Foster hefði verið dæmdur sekur af „alþýðudómstól11.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.