Úrval - 01.02.1975, Side 122

Úrval - 01.02.1975, Side 122
120 ÚRVAL, wells klufu íbúa landsins í tvær f jandsamlegar fylkingar. Sá fjandskapur hefur aldrei nokkru sinni fallið alveg niður, og þær trúarbragðadeilur og átök, sem þar eiga sér stað enn í dag, Verða ávallt raktar allar götur aftur til þessara daga. Of margir eiga um of sárt að binda til þess að þeir geti nokkru sinni fyrirgefið náunga sínum, og enda kannski ýmislegt annað betur gefið en sáttfýsi. Þykjast þeir held- ur ekki þekkja náungann af öðru en kúgun, yfirdrottnun, arðránum, landsstuldi, svikum, hryðjuverkum og eintómum óþokkaskap. Verður þar alls ekki greint, hver á við hvern. Það sýndist renna nokkrum stoð- um undir grunsemdir mótmælenda, þegar Harold Wilson, nýorðinn aft- ur forsætisráðherra, upplýsti 13. maí í fyrra, að komist hefði verið fyrir ráðabrugg írska lýðveldis- hersins um að breyta Belfast í eins konar Armageddon, þar sem borg- arhlutar kaþólskra yrðu lokaðir af, en öðrum hlutum eytt. En ofstæki og ofbeldi er ekki bara að finna hjá þeim kaþólsku. Meðan IRA þeirra er staðráðið í því að hrifsa völdin í Ulster af mótmælendum, er mótmælenda- meirihlutinn jafn staðráðinn í því að halda áfram að ráða þar lögum og lofum. Það sannaðist áþreifan- lega, þegar verkalýðsfélög þeirra sameinuðust í einu allsherjarverk- falli til að spilla fyrirætlunum stiórnvalda, sem mótmælendum sýndist stefna til annarrar áttar. Hvað sem það kostaði, þótt efna- hagslífi landsins yrði stefnt í kalda. kol, þá skyldi samt ríghaldið í „status quo“. Mótmælendur hafa einnig komið, sér upp samtökum, sem þeir kalla. Varnarsamtök Ulster og eiga að: vera mótvægi við IRA. Þau eru aði vísu ekki kunn að öðrum eins sprengjufaraldri eða hryðjuverkum og IRA. — En þegar kaþólskir hryðjuverkamenn aka í bifreiðum um hverfi mótmælenda og skjóta á allt kvikt í blindni, eru ekki mik- ið færri ökuferðirnar, sem mótmæl- endur hafa farið í ámóta skyni. Þrátt fyrir það, sem hér hefur að ofan verið tínt saman til glöggv- unar á því, sem á sér stað á ír- landi, þá er hætt við, að menn fái eftir sem áður illa skilið hvernig tvær fylkingar kristinna manna í einu samfélagi geti hegðað sér þannig. Hví geta þeir komið svo ókristi- lega fram hvorir við aðra á tím- um, þar sem mannkynið á að heita upplýst og siðmenningin að hafa skotið rótum? Hví geta írar ekki lifað í samlyndi við íra í þessu landi, sem gæti verið svo miklu frjósamara og gefið ábúendum sín- um miklu meiri arð eða veitt þeim haesæld í stað fátæktar? Hverjar vonir eru til þess að nokkurn tíma fáist friðsamleg lausn á þessu vandamáli? Óttinn er undirrótin. Ótti ka- þólskra við, að þeir nái aldrei jöfn- um rétti við mótmælendur, meðan hinir eru í meirihlutaaðstöðu. Ótti mótmælenda við, að aðrir muni breyta gagnvart þeim, eins og þeir hafa breytt gagnvart öðrum. Ótt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.