Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 6

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 6
Fyrstu árin voru vörur félagsins fluttar með skipum Eimskipa- félags íslands til Eyja en þaðan með vélbátum upp í Hallgeirseyjar- sand. Þetta var mjög dýrt og vörurýrnun mikil. Þá skeður það, að seglskip kemur til Eyja með vörur, en vélbát- ar þar tóku vörurnar beint úr skipinu og fluttu til lands, þegar leiði gaf. Voru vörurnar fluttar á þrjá staði á ströndinni: Þykkvabæ, Hallgeirsey og Holtsós undir Eyjafjöllum. En vegna þess hversu þessir flutningar reyndust dýrir og crfiðir, sem fyrr segir, var samið um það, að ríkissjóðsskipið „Borg“ flytti vörurnar upp að söndunum. En næsta ár neitaði ríkisstjórnin að láta „Borg“ flytja vörurnar, það væri allt of dýrt fyrir ríkissjóðinn og skipið tefðist um of. Þá samdi Sambandið um það á síðustu stundu, að eimskipið „Björkhaug“ flytti vörurnar. Átti skipið að taka hafnsögumann í Eyjum og fá allháa aukagreiðslu fyrir hvern dag, umfram tólf, sem slcipið yrði að afferma vörurnar til Kf. Hallgeirseyjar og Kf. Skaft- fellinga. í þessari fyrstu ferð tókst svo vel til, að síðasti pokinn fór upp úr skipinu austur á Skaftárósi að kvöldi tóifta dagsins. Var mikil áhætta að þessum samningi, þótt svo vel tækist til í fyrstu ferðinni. Að frumkvæði Guðbrands kaupfélagsstjóra var samin bænarskrá, þar sem farið var fram á, að fólkið á félagssvæðinu fengi aðalvöru- forða ársins með sömu kjörum og aðrir landsmenn. Þetta náði fram að ganga. Ríkisstjórnin samdi við Eimskipafélagið, að það tæki að sér fyrir vissa fjárhæð áhættuna af bið við sandinn. Þetta úrræði var þó ekki til frambúðar vegna þess, hve uppskipunin var dýr; til að mynda kostaði uppskipun á mjölvöru svipað og farm- gjaldið frá útlöndum. Hver uppskipunarbátur flutti ekki nema eina smálest í ferð, því 9 manna áhöfn var venjulega á bátnum. Þá var mikil hætta á, að vörur skemmdust í landtöku, ef sjór var ekki vel dauður og bátur fékk kæfu, sem kallað var. Var oft gaman að sjá, hversu vel þeim formönnum fórst stjórnin í misjöfnum sjó. Á fyrstu árum kaupfélagsins var sementið flutt í trétunnum, sem voru 360 pund á þyngd. Eitt sinn fékk bátur hlaðinn sementi slæma kæfu. Kaupfélagsstjórinn var nærstaddur. Var hann hræddur um, að nú væri þessi bátsfarmur allur ónýtur og lét slá upp tunnurn- 4 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.