Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 90
d. 1910, Ófeigsdóttir ríka Fjalli, Vígfússonar b. Fjalli, Ófeigssonar,
Sigmundarsonar af Mókollsætt og Flagamanna og f.k. Ófeigs Yng-
unnar Eiríksdóttur danafánum. Reykjum, Skeiðum, Vígfússonar b.
Reykjum, Gíslasonar pr. Ólafsvöllum, Erlingssonar af ætt Saur-
bæinga á Kjalarnesi. Seinni kona Eiríks og móðir Yngunnar var
Guðrún eldri Kolbeinsdóttir pr. og skálds Miðdal, Laugardal, Þór-
steinssonar b. Tungufelli, Hrunamannahr. 1729, Kolbeinssonar (Kol-
beinungar eða Miðdalsætt).
II.
Guðmundur Ólafsson var fóstraður í föðurgarði til 1878. Þá dó
'faðir hans. Móðir Guðmundar giftist aftur 1880 Jóni Árnasyni.
Bjuggu í Fjalli til 1889. Fluttu þá til Valdastaða í Kallaðarneshverfi
og bjuggu þar til 1903. Hjá móður sinni og stjúpa dvaldi Guðmund-
ur í Fjalli til 1889. Gerðist þá vinnumaður hjá Gísla Einarssyni, er
bjó í Fjalli til 1892. Að svo búnu hvarf Guðmundur til móður sinn-
ar og stjúpa að Valdastöðum og dvaldi þar, þangað til hann kvong-
aðist og fór að búa. Bjó með vissu í Móakoti Kallaðarneshverfi
1907-19. Flutti þá að Læk í Ölvesi. Bjó þar til 1924. Réðist þá til
Reykjavíkur. Keypti húsið Þingholtsstræti 8B og átti þar heimili til
æviloka. Þó að Guðmundur væri nú fimmtugur að aldri, réði hann
sig á togara og þótti þar fullkomlega hlutgengur. Þótti engum dælt
við hann að kljást. Er hann hætti sæförum, gerðist hann húsvörð-
ur hjá Tónlistarskóla Reykjavíkur í Þrúðvangi. Hann dó 15. oct.
J965.
III.
Guðmundur Ólafsson gekk að eiga Guðrúnu, f. 30. júní 1869, Ána-
stöðum, Hraunhr. á Mýrum vestur, d. 26. sept. 1957, Sigurðardóttur
b. Skiphyl Jónssonar í Hjörsey og kh. Hólmfríðar Sigurðardóttur,
■systur Geirs skipstjóra Sigurðssonar. Þeim varð 6 barna auðið.
Verða þau talin í aldursröð: Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja
88
Goðasteinn