Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 68
ið með vöndinn og berjið á bakið á mér, helvítis draugurinn er að
hengja mig.“
Skráð eftir sögn frú Geirlaugar Filippusdóttur frá Kálfafellskoti,
en hún nam af móður sinni, Þórunni Gísladóttur grasakonu. Til
samanburðar cr birt frásögn Einars Runólfssonar á Háamúla um
sama efni, sem að nokkru hefur birzt áður á prenti (Lesbók Morg-
unblaðsins 1958, bls. 406-7). Sagan er væntanlega um Beintein
Stefánsson í Arnarfelli í Krísuvík.
Rinar Runólfsson á Háamiila:
Verskrínuhvarfið í Krísuvík
Sjór hefir lengi verið sóttur á Suðurnesjum og öðrum verstöðv-
um við sunnanverðan Faxaflóa, og þangað fóru menn víða. að til
sjóróðra. Ýmist réðust menn þangað frá haustnóttum til vetrar-
vertíðarloka eða einungis yfir vetrarvertíðina, og mun það hafa
verið algengara. En hvort sem heldur var, þá þurftu menn að koma
færum sínum í verstöðina að hausti.
Færur var einu nafni nefnt það, er menn þurftu að sér að hafa
yfir vertíðina og að heiman var flutt.
Hér verður getið einnar haustferðar ,er farin var með færur út-
róðrarmanna austan úr Meðallandi til Suðurnesja, og sagt frá þeim
„dilk, er hún dró á eftir sér“: Aðalflutningurinn var verskrínan, en
í henni átti að vera: tveir fjórðungar af smjöri og smálki, er gerð-
ur var úr heilum sauðarkropp (sauður að öllum ketum).
Fátt verður sagt af haustferð þessari, aðeins getið eins nátt-
staðar, en hann var í Krísuvíkurhverfi. Ekki er kunnugt, hve marg-
ir menn voru í þessari ferð. Farangri sínum komu þeir fyrir í
skemmu á einhverjum bænum þar í hverfinu, um nóttina. Meðan
ferðamenn voru í svefni þessa nótt, þá gerðist það eina, er í frá-
sögur hcfir verið fært af ferðalaginu.
66
Goðasteinn