Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 64

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 64
byrjaðar að raka, þegar við veittum því eftirtekt, að tveir sót- rauðir reiðingshestar stóðu uppi á annarri Upptakatorfunni, og er við gættum nánar að, sáum við þrjá menn þar að verki við að taka saman hey og binda það í bagga. Þetta þótti okkur undarlegt, viss- um ekki til, að búið væri að slá torfurnar en datt þó í hug, að einhver nábúi hefði fengið þar slægju og slegið án þess við vissum. Bráðlega varð okkur þó hugsað til þess, að ófært var með hesta upp á torfurnar, og um leið vissum við, að þetta var eitthvað, sem erfitt var að skilja eða skýra. Við horfðum góða stund á heyverk þessara ókunnu manna og á hesta þeirra, sem stóðu samanbundnir á torfunni, litum jafnvel af þeim og á þá aftur án þess að nokkuð breyttist, en þar kom, að allt hvarf okkur, og torfurnar stóðu auðar eins og áður. Þetta er eitt af því, sem ég hef alltaf átt erfitt með að skýra sem cintóma ímyndun, því þarna vorum við báðar systurnar til frá- sagnar. Skráð eftir frú Þorgerði Erlingsdóttur í Sólheimakoti í Mýrdal. II. Sagan um Svetlu Mamma sagði mér söguna um Svetlu. Mamma ólst upp í Stein- um undir Eyjafjöllum með konu, sem hét Helga Hjörleifsdóttir. Ættfólk Helgu, sem bjó í Steinum, hafði átt kú sem hét Svetla, og frá því var saga hennar komin. Svetla hafði verið mikil gæðaskepna. Auk hennar átti bóndinn eina kvígu. Þá um sumarið heyjaðist svo illa, og um haustið kom það til tals hjá húsbændunum, að það verði bara að lóga henni Svetlu, því hún sé langtum þyngri á fóðrunum. Húsmóðirin hafði oft látið mjólk til konu, sem hún taldi, að væri vinkona sín úr öðrum heimi, lét hana einhvers staðar fram í bænum, þar sem hennar var alltaf vitjað. Nú dreymir hana, þegar átti að fara að 62 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.