Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 46
Tilbú mig, herra, í traustri hlíf,
trúlega geym þú sál og líf,
lát þitt blóðstríð og þunga neyð,
þyrnikórónu, vönd og deyð
vera mitt skjól í vöku og blund,
velnærandi á dauðastund,
enn þegar líður lífið mitt,
leið mig í dýrðarríkið þitt.
Ég fel líkama, önd og sál,
ástvini, börn, sjón, heyrn og mál,
inngang líka og útgang minn,
allsherjar guð, í faðminn þinn.
Verða mun mér þar vært og glatt,
við mig þinn sonur trúnað batt.
í undum Jesú er mér rótt,
angur hverfur og gjörvöll sótt.
Réni þér aldrei æra og prís,
eining heilög og þrenning vís.
Lof sé þér fyrir þinn líknardóm,
lofað af engla- og mannaróm,
lofi þig himinn, lögur og lönd,
lofi þig allt, sem dregur önd.
Lofsæll drottinn, þú leystir mig,
lofa vil ég því gjarnan þig.
Eftirmáli
Frú Sigríður Ólafsdóttir á Eystri-Sólheimum í Mýrdal færði
mér í sumar handrit Einars Jóhannssonar að þjóðsögunni um Guð-
rúnu á Dyrhólum og sálmi sr. Finnboga. Þótti mér það happafeng-
ur, efnið varla víða að hitta, og ekki spillti það, að faðir minn er
sjöundi maður frá sr. Finnboga.
Einar Jóhannsson í Þórisholti í Mýrdal var fæddur 1796 en dó
44
Goðasteinn