Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 73
Keldunúpi gaf safninu strokk, smíðaðan af Bjarna Sverrissyni á
Melhól í Meðallandi, kjörgrip á sínu sviði. Hann er girtur með tíu
trégjörðum og vantar þó eina. Úr búi Einars Pálssonar á Hörgs-
landi er strokkur með ellefu trégjörðum, smíðaður af Einari Ólafs-
syni á Slýjum í Meðallandi, afa Einars Einarssonar, er til skamms
tíma var djákni í Grímsey.
Um aldir hafa allir bullustrokkar íslendinga víst verið af svip-
aðri gerð, aðeins mismunandi stórir. Engin viss regla var þó um
gerð bulluhaussins, nema hvað hann varð jafnan að laga sig eftir
strokknum, sem hann var smíðaður í. Smiðirnir settu hann götum
og skorum nokkuð eftir sínu höfði. Er það ritgerðarefni út af fyrir
sig, að gera því efni skil.
Uppruni strokksins er aftur í grárri forneskju. Þjóðsaga og sann-
fræði segja, að rjómi hafi fyrst verið skekinn í skinnbelgjum, en
höfundur bullustrokksins er áreiðanlega einn hinna nafnlausu í
framfarasögu þjóðanna.
Byggðasafnið í Skógum á einn dvergstrokk, ef svo mætti segja..
Ætla ýmsir hann fremur leikfang en nytjagrip. Engan veginn er
hann þó einstæður hérlendis, því strokkar af svipaðri stærð eru
nokkrir til í söfnum og komu að góðum notum á kotbúum. Strokk-
ur Skógasafns, sem hér um ræðir, lætur að sjálfsögðu lítið yfir sér
og er vart ásjálegur, en ekki er hann allur, þar sem hann er séður.
Frú Gróa Sigurðardóttir frá Hvoli í Fljótshverfi eignaðist hann að'
gjöf frá móður sinni, Guðleifu Jónsdóttur frá Teygingalæk, sem
lengi bjó á Hvoli, gift Sigurði Jónssyni bónda þar. Til safnsins er
hann kominn að gjöf frá síðasta eiganda. Ber hann nú safnnúmer
S, 315. Hann er 33,5 cm á hæð, þvermál við op 15 cm, þvermál við'
botn um 10 cm. Hann er nú með nýjum trégjörðum, settum á af
safnverði. Á seinni árum var hann járngirtur,og hafa gjarðirnar
ryðlitað stafina. Allur er strokkurinn nokkuð tærður og eyddur af
elli og sliti, og víða laggstokkinn. Þykkt stafa að neðan er 8 mm,
að ofan 2 mm, víðast. Strokklok, bulluskaft og bulluhaus eru áreið-
anlega smíðuð fyrir skömmu. Strokkurinn sjálfur er smíðaður úr
greni.
Og þá er k.omið að sögunni: Fyrsti eigandi strokksins, sem um
er vitað, var Davíð Jónsson, er nefndur var Mála-Davíð, d. 5.
Goðasteinn
71