Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 21

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 21
að auki getur Guðmundur þess sem sjónarvottur, að Jón gæfi sér einnig tíma til að krossa sig, áður en hann hófst handa um björg- un hestsins. Mætti og kunnugum manni það til hugar koma, því að Jón Ásmundsson var trúmaður mikill og lítillátur fyrir guði sínum, enda sá tíðarandi í þá daga að krossa sig, er út var komið að morgni dags. Á dögum Jóns á Lyngum og lengi síðan voru skipsströnd í Með- allandi engin nýlunda. Voru þá uppboð haldin á strandvarningi og oft fjölmennt á þau úr nálægum sveitum. Haft er eftir Runólfi Jónssyni hreppstjóra í Holti, er var á einu slíku uppboði í Meðal- landi, að Jón á Lyngum væri þar staddur í fjörunni og fjöldi manna, annarra. Uppboðið hófst ekki á tilsettum tíma og hímdu menn að- gerðarlausir í fjörunni. Hélzt þeim illa á hita, því að kalt var í veðri. Ungir menn toguðust þar á um kaðalspotta, sem Jón á Lyngum varð fyrir þeim. Bjóða þeir honum nú að taka í spottann á móti þeim. Hann lét tilleiðast og gerði sér spor, djúp, í sandinn. Segist þá vera tilbúinn. Fjórir halda í .endann á spottanum, móti Jóni, en þeir fá með engu móti haggað honum úr sporum. Önnur saga þessari lík segir, að menn hugðust draga línu úr höndum Jóns, en hann bað þá bíða, meðan hann setti á sig vett- lingana. Jón var þá orðinn gamall, og var gengið í milli og komið í veg fyrir sviptingar, er ekki þóttu hæfa, er við gamlan mann var að eiga. Saga er um það, að tveir menn í Meðallandi, Ólafur Ingimundar- son og Unnsteinn Sigurðsson, garpar miklir og fullhugar, unnu að kyndingu á íslenzku melkorni á Lyngum. Það óhapp henti, að eld- ur komst í sofninn, og óttuðust þeir, að sofnhúsið með öllu log- aði upp á skammri stundu. Gamall taðhaugur var þar hjá húsinu, og hugðust þeir brjóta hann upp með járnkarli og nota til að kæfa eldinn, en haugurinn var gaddaður og sóttist illa að brjóta hann upp. Jón gamli Ásmundsson sér, hvað á seyði er, og hvatar sér til þeirra félaga. Grípur hann járnkarlinn og molar hauginn niður á svipstundu. Haft var eftir Ólafi, að þá hefðu hamskipti Jóns verið furðuleg, svo hrumur sem hann virtist þá vera. Jón Ásmundsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Steinunn Jónsdóttir frá Heiðarseli. Hún var glæsileg sýnum, gáfuð og Goðasteinn 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.