Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 28

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 28
ur og frægur í sögu Noregs. Einmitt hér var það, sem þingið merka 1814 samþykkti stjórnarskrá handa þjóðinni og lyfti Noregi af hjá- lendustiginu upp í það að vera ríki. Frá Eiðsvelli liggur leiðin síðan eftir austurbakka Mjösa, sem er stærsta stöðuvatn Noregs. Margt bar fyrir augu. I Hamarskaup- stað gat að líta í sjónhendingu rústir fornrar dómkirkju frá 12. öld. Hún var eyðilögð fyrir löngu í einu stórveldastríðanna á Norður- löndum. Við norðurenda vatnsins lýkur ferð okkar þennan dag og við stígum út á brautarstöðinni í Lillehammer. Byrjað var á því að koma sér fyrir á gistihúsi. Því næst röltum við um bæinn fram á kvöld og skoðuðum hann eftir beztu getu. Það sem vekur mesta athygli ferðamanna á þessum stað er þó byggðasafnið á Maihaug- en, sem er eitt hið ágætasta sinnar tegundar. Eyddum við fyrri hluta næsta dags í að skoða það, og reyndist það vitaskuld of skammur tími. Safnið á Maihaugen er oft kennt við stofnanda þess, Anders Sandvig tannlækni. Hann hóf störf á þessum slóðum kornungur maður nokkru eftir 1880. Hann byrjaði fljótlega að safna fornum munum og áhöldum og fékk slíkt gjarna sem greiðslu hjá þeim, er ekki áttu peninga til að borga með tannviðgerðir. Einnig flutti hann gömul hús, sem átti að rífa cða brenna, og endurbyggði þau í garði sínum á Lillehammer. Fólk hafði lítinn skilning á þessum tímum. á þessu aukastarfi tannlæknis síns og hló gjarna að honurn fyrir að vera að draga saman þetta „gamla drasl“ eins og það nefndi það. En Anders Sandvig lét slíkt sem vind um eyru þjóta og hélt ótrauður áfram alla ævi. Hann varð háaldraður maður, og þegar hann dó árið 1950, var hans minnzt sem stórmennis, er unnið hefði norskri og norrænni menningu ómetanlegt gagn. Þarna á Maihaugen eru saman komin hús af öllu tagi og frá öll- um tímum víðsvegar að frá Guðbrandsdal og nágrannabyggðum. Einnig eru í húsum þessum munir og verkfæri frá sama tíma og sjálf húsin og gætt hins fyllsta samræmis í hvívetna. Það er því hrein og bein opinbcrun frá menningarsögulegu sjónarmiði að ganga um Maihaugen og kynnast aðbúnaði, lífi og starfi þjóðarinnar á hinum ýmsu tímum og láta hugann reika aftur í aldir. Leiðsögn er líka með ágætum, því að ungar stúlkur í þjóðbúningum útskýra 26 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.