Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 54

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 54
fyrr en með dimmu, sem við komumst vestur fyrir Strútinn og höfðum þá farið um 5-6 km leið frá Strútsveri, gáfum okkur þó ekki einu sinni tóm til að fá okkur bita allan daginn. Það versta var að baki, en þó var þarna kviðdjúpur snjór hjá hestunum á sléttu. Nú ákvað fjallkóngurinn að skilja þarna eftir rúmar þrjátíu kindur, flest af því hagalömb. Einhver stakk upp á því, að eftir yrðu menn og hestar, svo sem úr einu tjaldi, og reyna að þoka fénu áleiðis, meðan nokkur birta væri, þó engin tugga væri til handa hestunum yfir blánóttina, en ekki var horfið að því ráði. Skildum við féð þarna eftir á kafi í snjó, að kalla, en graslendi raunar undir. Ekki var hægt að komast til þess, fyrr en löngu síðar. Fannst það flest lifandi, enda kom þíða skömmu eftir brottför okkar. Við komumst í Hvanngil um nóttina, enda fór snjór minnk- andi eftir því sem utar kom og jafnlendara út Mælifellssand. Þegar kom í Hvanngil, voru hestarnir látnir í rétt og gefið í hauspokum. Var ekki talið gustuk að hefta þá eftir svo erfiða ferð. Sjálfir fórum við í lítinn leitarmannakofa, sem þarna er, og var nú tekið hraustlega til matar og rösklega drukkið kaffi. Nokkuð var þröngt í kofanum, er við fórum að leggjast til svefns. Við röðuðum okkur það þétt niður sem hægt var, með höfuð út að veggjum á víxl, og þegar svo gólfplássið var alveg búið, þá var einn eftir, bæði stór og þrekinn. Lagðist hann langsum ofan á mannskapinn, og þótti þá mörgum nóg, enda óvær svefninn um nóttina undir því fargi og ekki trútt um að heyrðust hljóð og stun- ur annað veifið. Þegar litið var út um morguninn, voru allir hestar á bak og burt, höfðu fellt snjóugt grjótið úr réttardyrunum. Hlupu nú sumir að leita hestanna, en aðrir fóru að hita kaffi. Dróst það nokkuð, að hestaleitarmenn kæmu aftur, svo fjallkóngurinn sendi þrjá af okk- ur, sem eftir vorum, í fjárleit inn í Kaldaklof og á fleiri staði fyrir austan Hvanngil. Var ég einn þeirra, en hinir voru Árni Jónsson frá Geldingalæk og Sigurður Jónsson frá Odda, báðir harðdug- legir menn og nokkuð kunnugir á þessum slóðum. Veitti ekki af, því færið var þungt og leiðin nokkuð löng. Við fundum nokkuð margt fé og flest af því hagalömb, því frá- færur voru þá víðast. Hlökkuðum við til að komast aftur í Hvann- 52 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.