Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 76

Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 76
fyrir að taka af strokknum. Konan þvoði sér vandlega um hendur og hafði smjörfjöl sína nærtæka. Tók hún bulluna svo upp úr strokknum, sló henni snöggvast við strokkbarminn, svo smjör, er loddi við bulluhausinn, hrökk ofan í strokkinn. Bulluna setti hún svo til hliðar upp að vegg og lét þá skaftið vísa niður. Þessu næst seildist hún ofan í strokkinn, greip smjörið, kreisti úr því áf- irnar á leiðinni upp og setti það síðan á smjörfjölina. Gekk svo unz áfirnar einar voru eftir í strokknum. Barn, sem að kom, meðan á þessu stóð, fékk máske eina klípu upp í sig til hnossgætis. Nú var smjörið tekið saman á smjörfjölinni, sem um leið var hallað ofan að strokknum og áfirnar enn kreistar úr því ofan í strokkinn. Algengt var á seinni árum, að konur settu smjörið ofan í vatn, er þær tóku af strokknum; áfirnar gengu þá betur úr því og síð- ur hætta á, að það súrnaði, sem taldist galli, er kom fram á þessa öld, enda salt komið þá til sögunnar. Smjörið var formað í sköku á smjörfjölinni. Nefndist verkið að skella eða slá skökuna. Sumsstaðar var það nefnt að damla. Lítil smjörskaka var nefnd damla. Mjög lítil skaka var nefnd skökubrýni. Smjörskökur voru slegnar aflangar og mjókkuðu oftast aðeins til endanna. Stundum slógu konur skökuna á strokklokinu. Kom þá kringlóttur hnúður á hana eftir bullugatið. Fram á þessa öld hefur það haldizt í sumum byggðarlögum, að konur mörkuðu skákross ofan á skökuna, horna á milli, gamalt ráð til að sýna að smjörið væri ekki tilberasmjör. Skakan var látin standa á smjörfjölinni nokkra stund, eftir að búið var að slá hana, og oft var smjörfjölin notuð sem skerborð, er konur skáru af skökunni til viðbits. Bera gamlar smjörfjalir merki eftir þann skurð. Varla er rétt að skilja svo við þetta mál, að ekki sé aðeins minnzt á áfirnar. Þær þóttu hinn bezti þorstadrykkur, eins og fram kem- ur í spakmæli álfkonunnar: „Strokkvolgar áfir svala manninum bezt.“ Algengt var að fara með áfaask eða áfaskjólu út á tún til s'áttumanna, er búið var að skaka morgunstrokkinn. Áfir voru ann- ars notaðar saman við undanrennuna til skyrgerðar. Á vetrum voru þær oft settar í kálfsdrukkinn. Fyrir kom, að áfir voru strokkaðar 74 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.