Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 89
Björn Sigurbjarnarson:
Guðmundur Ólafsson
frá Fjalli
Minningarorð
i.
Höfuð bar og herðar yfir
hversdagsrjianna flokk í ranni.
Guðm. Friðjónsson
Guðmundur Ólafsson var fæddur 9. des. 1874 í Fjalli á Skeiðum.
Faðir hans var Ólafur, f. 1830, b. Fjalli, d. þar 1878, Stefánsson
prests , Reynisþingum og Sólheimaþingum, d. 1845, Stefánssonar
pr. Stóra-Núpi, Þórsteinssonar pr. Krossi Stefánssonar. Kona Þór-
steins pr. Krossi og móðir Stefáns á Núpi var Margrét Hjörleifs-
dóttir pr. Valþjófsstöðum, skálds og gáfumanns, Þórðarsonar b.
Starmýri, Þórvarðssonar. Kona Stefáns pr. Núpi og móðir Stefáns
pr. Reynisþingum var Guðný Þórláksdóttir lögrm. Móum á Kjalar-
nesi Gestssonar pr. Skrauthólum Árnasonar og Þórdísar Jónsdótt-
ur lögrm. Esjubergi, Þórlákssonar lögrm. Sigurðssonar. Kona Stef-
áns pr. Reynisþingum og móðir Ólafs b. Fjalli var Kristín, d. 1890,
níræð, Ólafsdóttir pr. Sólheimaþingum Árnasonar pr. Holti Eyja-
fjöllum, Sigurðsscnar, af Steingrímsætt og kh. Valgerðar, d. 1855, 87
ára, Þórðardóttur pr. Kálfholti Sveinssonar, Einarssonar úr Akur-
cyjum. Kona Árna pr. í Holti var Kristín Jakobsdóttir stúdents við
Búðir vestra, ins hamramma, Eiríkssonar. Var Kristín systir Jóns
sýslum., föður Jóns Espólíns sýslum. og fræðimanns.
Móð:r Guðmundar Ólafssonar var Margrét yngri, f. 1840 í Fjalli
Goðasteinn
87