Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 67
nokkurt komu austansveitamenn í skrínuferð suður á Suðurnes til
gistingar í Skarðshlíð. Gerðist Beinteinn þá forsprakki þess, að
þeir strákarnir stálu einni verskrínunni og földu í hellisskúta eða
klcttasmugu skammt frá bænum. Ferðamennirnir söknuðu skrín-
unnar um morguninn, en afbæjarmönnum var eignaður stuldurinn
og strákarnir höfðu sinn feng í friði. Skutust þeir í skrínuna í
rökkrum og fengu sér smjör og smálka í aukagetu, meðan entist.
Skrínuna átti sonur Guðrúnar í Króki í Meðallandi. Gísli afi
minn mundi Guðrúnu vel. Hafði hann komið á heimili hennar oft-
ar en einu sinni og sagði, að hún hefði gengið í útiverkum eins og
karlmaður, búin sauðsvartri prjónabrók, sauðsvartri peysu og með
skýlu á höfði. Hún var skapmikil og langrækin. Þung var hún á
bárunni, er hún frétti um skrínustuldinn, og sagði, að hún skyldi
hitta þann helvítis óþverra, sem þar hefði verið að verki, þegar
hún væri dauð, ef ekki næðist í hann fyrr.
Nú liðu tímar fram, Beinteinn varð fulltíða maður og gerðist
vel verki farinn. Hann settist að suður í Krísuvíkurhverfi og
fékkst oft við smíðar milli vertíða. Einu sinni var hann að smíða
í sjóbúð í hinni gömlu verstöð að Selatöngum og hafði lokað að
sér. Síðar fréttist, að einmitt á þeirri stundu var Guðrún gamla
í Króki að taka andvörpin. Og hún lét ekki lengi standa á því að
efna heit sitt. Allt í einu sá Beinteinn, að gömul kona, búin
prjónafötum og með skýlu á höfði, var komin inn í búðina til
hans, og fyrr en varði hafði hún stokkið upp á bak honum, lagt
hendur fram um háls honum og hert að, svo honum hélt við
köfnun. Beinteinn átti óhægt um vik, en honum tókst þó að ná
í hlaðna byssu, sem var í búðinni, og með henni skaut hann lok-
una frá dyrunum, svo búðin opnaðist. Komst hann þá til manna
og losnaði í bili við þennan ófögnuð. En Guðrún gamla hélt áfram
að finna hann í fjöru, hvenær sem færi gafst. Einkum sætti hún
lagi, þegar Bcinteinn var kenndur. Hljóp hún þá jafnan upp á
herðar honum og reyndi að kyrkja hann, svo Beinteinn varð að
hrópa á hjálp.
Þórunn móðir mín átti einu sinni heima hjá Sveini á Læk í Krísu-
víkurhverfi. Þá var Beinteinn enn í hverfinu. Varð móðir mín oftar
en einu sinni vitni að því, að Beinteinn hrópaði til manna: „Kom-
Goðasteinn
65