Goðasteinn - 01.09.1967, Blaðsíða 55
Á Króknum
gil, þar sem við töldum víst, að okkar biðu hestar og biti, en það
brást okkur herfilega, menn og hestar voru á bak og burt, er við
komum í Hvanngil. Þá voru sum lömbin orðin anzi löt, og endaði
með því, að við urðum að fara að bera lamb og lamb. Áfram sig-
um við, þó hægt færi, vestur að Torfafit, en þar náðum við loks-
ins í mannskapinn, sem hafði áð þar og var að leggja af stað aftur.
Létum við þá féð eftir, hlupum að lestinni, kipptum skrínum okk-
ar ofan og fengum okkur matarbita, því nú höfðum við nóga mat-
arlyst. Ekki voru hestamennirnir hrifnir af þeirri töf, því dagur
var að kvöldi kominn. Hafðist þó að koma öllu í réttan náttstað í
Króknum.
Nú var eftir að smala einn dag fram í Dal, og gerðist ekki
margt sögulegt. Þegar kom fram fyrir Hungurskarð, voru þrír
menn sendir í Austurdal. Er þá farið sem sagt beint upp allar
brekkur, upp undir Tindfjallajökul. í þessari göngu var einn maður
vel kunnugur, annar lítið eitt kunnugur og ég alókunnugur.
Nokkur snjómugga var, er hærra kom. Við þrömmuðum upp
Goðasteinn
53